Skógræktarfélag Kópavogs og Umhverfisvið Kópavogsbæjar verða með skógargöngu í Guðmundarlundi mánudaginn 27. apríl kl 17:00.
Farin verður gönguferð um Guðmundarlund og sagt frá því helsta sem er á döfinni í Guðmundarlundi og hjá Skógræktarfélaginu.
Mæting er á bílastæði við Guðmundarlund. Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, og Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélagsins.
Skógræktarfélagið býður upp á grillaðar pylsur í lok gönguferðarinnar.
Skógræktarfélag Kópavogs og Umhverfissvið Kópavogsbæjar
Nýlegar athugasemdir