Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2014

Ganga hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar: Skyggnst í skóginn

Með Skógargöngur

Laugardaginn 26. apríl stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir gönguferð um Höfðaskóg og yfir í skóginn í Selhöfða, en þar hefur verið grisjað töluvert að undanförnu og opnuð ný leið í gegnum skóginn. Skógurinn í Selhöfða var gróðursettur snemma á 9. áratug síðustu aldar.

Lagt verður af stað frá bækistöðvum félagsins og Gróðrarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg kl. 14:00. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni.
 

Gangan er hluti af dagskrá „Bjartra daga“ í Hafnarfirði, sem standa dagana 23.-27. apríl.

Sumardagurinn fyrsti hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum

Með Ýmislegt

Opið hús verður sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi kl. 10:00-17:30. Hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.

Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu, verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi og á útisvæði verður námskeið í torf- og grjóthleðslu.

Nýlega kom í hús önnur uppskera af kaffi úr bananahúsi skólans. Hægt verður að kaupa sér bolla af kaffi og smakka hvernig til hefur tekist, en hver bolli er sérmerktur og fylgir með í kaupunum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – www.lbhi.is.

Opið hús skógræktarfélaganna: Skógræktarferð til Þýskalands

Með Fræðsla

Fjórða Opna hús ársins 2014 verður haldið þriðjudagskvöldið 15. apríl og hefst það kl. 20:00, í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Barbara Stanzeit, Skógræktarfélagi Garðabæjar, segir í máli og myndum frá fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands til Þýskalands haustið 2012, en hún var túlkur í ferðinni.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh4

Aðalfundur Skógræktarfélags Hraungerðishrepps 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hraungerðishrepps verður haldinn í Þingborg mánudaginn 14. apríl kl. 20-22.

Dagskrá skv. hefðbundnu fundarformi skógræktarfélaga um venjuleg aðalfundarstörf:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda – yfirlit um starfsemina á liðnu ári.
4. Reikningar lagðir fram og skýrðir – yfirlit um fjárreiður og eignir félagsins.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Lagðar fram tillögur um lagabreytingar, ef einhverjar eru.
7. Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar, ef einhverjar eru.
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur.
9. Kosning stjórnar (3), varamanna (2), skoðunarmanns reikninga og starfsnefnda
10. Kosning fulltrúa á aðalfund Skógræktarfélags Árnesinga
11. Önnur mál

Gestur fundarins verður Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. Hann mun ræða nýútkomna bók, SKÓGARAUÐLINDIN, gefna út af samtökunum Kraftmeiri skógur sem er samstarfsverkefni ýmissa skógræktarverkefna, norrænna háskóla og evrópsku Menntamálastofnunarinnar. Bókin er samsafn greina um ræktun, umhirðu og nýtingu skógarauðlindarinnar.

Kaffiveitingar og almennt spjall um skógrækt og garðyrkju – spurningar og svör.

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn mánudaginn 14. apríl kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar við Þverholt.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Samson B. Harðarson flytur fyrirlestur er hann nefnir Yndisgróður og fjölbreytt plöntuval.

Kaffiveitingar að fundi loknum.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri, fimmtudaginn 10. apríl kl. 16:00.

Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Minnispunktar frá síðasta aðalfundi S.Í.
Önnur mál

Einar Gunnarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands flytur áhugavert erindi um ,,Græðlinga og fræ “.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Þemadagur 10. apríl – ræktun jólatrjáa

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir þemadegi um ræktun jólatrjáa þann 10. apríl og verður hann haldinn að Elliðavatni í Heiðmörk.

Dagskrá:

Kl. 9.30 – 12.30 Fjárhagsáætlun fyrir jólatrjáaræktun
Hvernig settt er upp fjárhagsáætlun fyrir jólatrjáaræktun og haldið utan um kostnað og tekjur frá upphaf til enda ræktunarferlisins.
Kennari: Jóhanna Lind Elíasdóttir frá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins.

Kl. 12.30 – 13.15 Hádegismatur – Súpa og brauð í boði Skógræktarfélags Reykjavíkur

Kl. 13.15 – 17.30 Formun jólatráa, umhirða og klipping
Aðferðir við að forma og laga jólatré til að bæta útlit, auka gæði og nýtingarhlutfall.
Kennari: Marianne Lyhne frá Skov og Landskab, Nödebo Danmark

Kostnaður fyrir daginn: 10.000 kr. – Innifalð er fróðleikur, kaffi og bakkelsi.

Upplýsingar og skráning fyrir 8. apríl:
Else Möller nem.elsem@lbhi.is GSM: 867-0527
f.h.Sk.Rvk. saevar@heidmork.is GSM: 893-2655

jolanamskeid2

Jólatré til sölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni jólin 2013 (Mynd: RF).

Opið hús skógræktarfélaganna: Trjágróður og garðar í Berlín

Með Fræðsla

Þriðja Opna hús ársins 2014 verður haldið fimmtudagskvöldið 10. apríl og hefst það kl. 20:00, í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Brynjólfur Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands, segir í máli og myndum frá trjágróðri og görðum í Berlín.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur árið 2014 verður haldinn í Háskólatorgi, stofu 101, í Háskóla Íslands þann 9. apríl 2014 kl 20:00.

Dagskrá:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosningar samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál, sem fram eru borin.


• Fræðsluerindi. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson flytur erindið Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag, skógrækt og „skipulagslausa skógrækt“.

Garðyrkjuverðlaunin 2014

Með Ýmislegt

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í ellefta sinn á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl n.k. við hátíðlega athöfn á opnu húsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskólinn heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar.

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem heiðraðir eru. Því er óskað eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið skipta. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið. Veitt eru verðlaun í eftirfarandi flokkum:
1) Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.
2) Verknámsstaður ársins => Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2014, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.
3) Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 10. apríl 2014 á netfangið bjorgvin@lbhi.is.