Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2013

Fjölskyldudagur í Guðmundarlundi

Með Skógargöngur

 – Ratleikir, útivist og kveikt upp í kolunum –

Dagur: Þriðjudagur 13, ágúst 2013

Tími:  Kl. 18:00. Gert ráð fyrir tveimur tímum.  

Leið að Guðmundarlundi má sjá hér.

Ratleikur verður í skóginum  undir leiðsögn Gísla Bragasonar og skátar verða með klifurturn.  Heit kol verða tiltæk í grillhúsinu í Guðmundarlundi,  svo upplagt er að taka með sér nesti og njóta þess í góðum hópi í lokin.  
 

Allir velkomnir!

 gumundarlundur fyrir vef

Nytjamarkaður á Heimaási Við Elliðavatn

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir nytjamarkaði að Elliðavatni í Heiðmörk  helgina 17.-18. ágúst kl. 10 -16.

Allt milli himins og jarðar er vel þegið á markaðinn og er fólk hvatt til að taka til í geymslum, bílskúrum og skúmaskotum. Tekið verður á móti framlögum vikuna fyrir markaðshelgina.
Einnig verður þarna skiptimarkaður á trjáplöntum og fræjum.
Kaffi, kakó og bakkelsi á viðráðanlegu verði.
Lifandi músik, opið svið (þeir sem vilja stíga á stokk hafi samband við Tryggva í 692-1781).  

Skógræktarfélag Reykjavíkur hvetur alla velunnara skógræktar að leggja sér lið og taka þátt í skemtilegum viðburði.

Aðkeyrsla að Elliðavatni er inn Heiðmerkurveg við Rauðhóla.
Nánari upplýsingar í síma 564-1770.