Skógræktarfélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Reykjavíkur undirrituðu í dag eignaskipta, afnota- og réttindasamning um jörðina Úlfljótsvatn, sem Skógræktarfélagið og skátar keyptu af Orkuveitu Reykjavíkur á síðast liðnu ári.
Í samningnum er kveðið nánar um skiptingu jarðarinnar og fasteigna á henni á milli þessara aðila, auk þess sem samningurinn leggur drög að sameiginlegri framtíðarsýn eigendanna.
Samninginn undirrituðu Ólafur J. Proppé fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta, Arthur Pétursson fyrir hönd Skátasambands Reykjavíkur og Magnús Gunnarsson og Brynjólfur Jónsson fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands.
Brynjólfur Jónsson, Arthur Pétursson, Ólafur J. Proppé og Magnús Gunnarsson (Mynd: RF).
Nýlegar athugasemdir