Skógræktarfélag Reykjavíkur auglýsir eftir skógfræðingi til starfa.
Mánudaginn 7. maí verða áhugaverð fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Jón Kr. Arnarsson mun halda fyrirlestur um berjarunna og einnig verður erindi um garðyrkju- og umhverfismál á vegum garðyrkjustjóra- og umhverfisstjóra Mosfellsbæjar.
Erindin byrja kl. 17:30 og eru haldin í listasal Kjarna, Þverholti 2.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir starfsdegi í Grímsstaðagirðingu laugardaginn 5. maí, kl. 10-14. Fólk sem mætir er beðið að taka með sér verkfæri (klippur, sagir, o.þ.h.) auk nestis.
Akstursleiðbeiningar:
Frá Borgarnesi er ekinn Snæfellsnesvegur (vegur vestur á Mýrar og Snæfellsnes). Eftir um 8 km er beygt til hægri upp Grímsstaðaveg og eknir um 9 km. Á hægri hönd eru þá malarhaugar og slóð sem liggur að girðingunni. Slóðin er ekki greiðfær öllum bílum, en það eru aðeins um 500 m að reitnum og því auðvelt göngufæri.
Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar.
Nýlegar athugasemdir