Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2012

Skógræktarfélag Íslands veitir sveitarfélaginu Norðurþing viðurkenningu: Yfir 2 milljónir trjáplantna gróðursettar

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Íslands veitti sveitarfélaginu Norðurþingi sérstaka viðurkenningu á Fagráðstefnu skógræktar sem fram fór á Húsavík dagana 27.-29. mars. Sveitarfélagið fær viðurkenninguna fyrir öfluga og þrautseiga þátttöku í Landgræðsluskógaverkefninu og viðamikið gróðurbótastarf í bæjarlandi Húsavíkur.

Frá árinu 1990 hefur sveitarfélagið Norðurþing, áður Húsavíkurbær, í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga og Húsgull, gróðursett yfir 2 milljónir trjáplantna á vegum Landgræðsluskógaverkefnisins. Af þeim 19.236.064 plöntum sem hafa verið gróðursettar alls frá því að Landgræðsluskógaverkefnið hófst árið 1990, hafa 2.061.906 verið gróðursettar í landi Húsavíkur eða 10,7%.

Það þýðir að Norðurþing er það sveitarfélag sem gróðursett hefur flestar plöntur allra sveitarfélaga á landinu.
Auk þessa  öfluga skógræktarstarfs hefur uppgræðsla örfoka lands með lúpínu verið umfangsmikil og þannig hafa skapast  lífsskilyrði fyrir tré og runna á landi sem vegna ofnýtingar var orðin eyðimörk.

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi og Jan Klitgaard, garðyrkjustjóri Norðurþings, tóku við viðurkenningunni úr hendi Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands.

husavik

Frá vinstri: Jan Klitgaard garðyrkjustjóri Norðurþings, Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings og Gaukur Hjartarson, skipulagsfulltrúi (Mynd: BJ).

 

Náttúrufræðistofnun – Hrafnaþing: Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin

Með Fræðsla

Næsta Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 28. mars kl. 15:15 í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ.

Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindi sem nefnist Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar (hér).

Endurmenntun LbhÍ: Áhugaverð námskeið á næstunni

Með Fræðsla
Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Að breyta sandi í skóg – endurheimt skóglendis
Haldið í samvinnu við Hekluskóga
Kennarar: Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Hekluskógum og Úlfur Óskarsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tími: Fös. 13. apr. kl. 16:00-19:00 og lau. 14. apr. kl 9:00-16:00 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi (14 kennslustundir).
Tálgunarnámskeið – ferskar viðarnytjar
Kennari: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar  ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn.
Tími: Fös. 13. apríl, kl. 16:00-19:00 og  lau. 14. apríl, kl. 9:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Ræktum okkar eigin ber – Egilsstaðir
Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Félag skógarbænda á Austurlandi
Kennari: Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur LbhÍ.
Tími: Lau. 14. apríl, kl. 10:00-16:30 (7,5 kennslustundir) Grunnskólinn á Egilsstöðum
Að breyta sandi í skóg – örfoka land til skógar
Haldið í samvinnu við Héraðs- og Austurlandsskóga.
Kennari: Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins.
Tími: Fös. 20. apr. kl. 16:00-19:00 og lau. 21. apr. kl 9:00-16:00 hjá Héraðs- og Austurlandsskógum, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum (14 kennslustundir).

Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1 – fyrir fagfólk
Haldið í samstarfi við FIT  Félag iðn- og tæknigreina
Kennarar: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.
Tími: Mán. 23. apríl,  kl. 9:00 – 16:00 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa – fyrir almenning
Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku.  Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, garðyrkjufræðingur LbhÍ.
Tími: Þri. 24. apríl,  kl. 9:00 – 16:00 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Baráttan við illgresið – í tún-, garð- og kornrækt
Baráttan við illgresið – Þættir sem draga úr tjóni óæskilegra plantna
Námskeið fyrir bændur og áhugafólk um jarðrækt.
Kennari: Jón Guðmundsson, plöntulíffræðingur.
Tími: Mið. 25. apr. kl. 13:00-16:30 (4,5  kennslustundir) á Stóra-Ármóti

Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 2 – framhald fagfólk
Haldið í samstarfi við FIT  Félag iðn- og tæknigreina
Námskeið þetta er ætlað þeim sem setið hafa fyrra námskeið Henriks um þetta efni (Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1).
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku.
Tími: Fim. 26. apríl,  kl. 9:00 – 16:00 og fös. 27. apríl kl 9:00 – 16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Grjóthleðslur
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Kennarar: Unsteinn Elíasson torf og grjóthleðslumaður og Kári Aðalsteinsson garðyrkju og umhverfisstjóri við Lbhí.
Tími: Fös. 25. maí. kl. 9:00-17:00 og lau 26 maí. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri (18 kennslustundir).
Akurskógrækt
Haldið í samstarfi við Suðurlandsskóga
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á trjárækt á ökrum.
Kennarar: Bjarni D. Sigurðsson LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur LbhÍ/Mógilsá, Böðvar Guðmundsson áætlanafulltrúi Suðurlandsskógum, Hallur Björgvinsson svæðisstjóri Suðurlandsskógum, Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur Mógilsá og  Göran Espmark formaður Norrskog Svíþjóð.
Tími: Fös. 15. júni, kl. 16:00-19:00 og  lau. 16. júní, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.



Fagráðstefna skógræktar 2012: Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2012 verður haldin dagana 27.-29. mars n.k. Ráðstefnan er haldin árlega og er hefð fyrir því að hún flakki réttsælis um landið, á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún á Fosshótel Húsavík.

Dagskrá:

Þriðjudagurinn 27. mars

17:00 Brottför: Rúta frá Akureyrarflugvelli
Flug Reykjavík – Akureyri kl. 16:00-16:45
18:00 – 19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00 – 20:00   Kvöldmatur á Hótel Húsavík
20:30 Spjall og ýmsir fundir, s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

 

Miðvikudagurinn 28. mars

9:00-9:10 Setning
9:10-10:10 Inngangserindi: Yfirlit yfir rannsóknir á kvæmum og klónum í íslenskri skógrækt
Aðalsteinn Sigurgeirsson
10:10 – 10:40  Mælingar frá 2005, 2006 og 2010 á stóru asparklónatilrauninni
Helga Ösp Jónsdóttir
10:40 – 11:00  Kaffihlé
11:00 – 11:30  Kvæmaval Stafafuru – niðurstöður 26 ára gamalla kvæmatilrauna fyrir Norður- og Austurland
Þröstur Eysteinsson
11:30 – 12:00  Elri á Íslandi – reynsla og möguleikar.
Halldór Sverrisson
12:00 – 12:30  Skordýraplágur eftir kvæmum og klónum.
Edda S. Oddsdóttir
12:30 – 13:30  Matur
13:30 – 14:00  Áhrif upphafsþéttleika lerkis á vöxt og viðargæði. Niðurstöður frá LT-verkefninu Þórveig Jóhannsdóttir
14:00 – 14:30  Sitkagreni – kvæmatilraun frá 1970 í Selskógi í Skorradal og í Þjórsárdal, mælt 2010 og 2011.
Lárus Heiðarsson
14:30 – 15:00  Kvæmaval fjallaþins til jólatrjáaræktar –  niðurstöður 12 ára gamallar kvæmatilraunar
Brynjar Skúlason
15:00 – 15:15 Kynning á Garðarshólmsverkefninu
Sigurður Eyberg
15:15 – 15:45 Kaffihlé
15:45 – 16:45 Veggspjaldakynning
20:00  Kvöldverður og skemmtidagskrá

 Fimmtudagurinn 29. mars

 

9:00-9:30 Tíðni og afleiðingar kals á 1. áratug 21. aldar í lerki kvæma- og afkvæmatilraunum á Héraði
Þröstur Eysteinsson
9:30 – 10:00 Ný og áhrifarík aðferð til að auka þéttleika stafafuru og gæði hennar sem jólatrés Else Möller
10:00 – 10:30  Áburðarhleðsla skógarplantna
Rakel Jónsdóttir
10:30 – 11:00 Kaffi
11:00 – 11:30  Áhrif trjágróðurs á líf í lækjum við rætur Heklu
Helena Marta Stefánsdóttir
11:30 – 12:00  Nýjustu íslensku trjátegundirnar
Sigvaldi Ásgeirsson og Árni Þórólfsson
12:00 – 12:30  Þróun sveppróta í misgömlum lerki- og birkiskógum
Brynja Hrafnkelsdóttir
12:30-13:30  Matur
13:30-14:00  Kynbætur á ösp
Halldór Sverrisson
14:00 – 14:30  Kvæmaval skógarfuru – niðurstöður frá 7 ára kvæmatilraun
Lárus Heiðarsson
14:30-15:00 Samantekt: Næstu skref í tegunda- og kvæmavali – að notfæra sér kynbættan efnivið frá öðrum löndum
Þröstur Eysteinsson
15:00  Brottför: Rúta til Akureyrar.
Flug Akureyri – Reykjavík kl.17:10-17:55

 

 

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar (hér). 

Veggspjöld
Sitkagreni og kvæmaval; hér, þar og allsstaðar. Aðalsteinn Sigurgeirsson

Samanburður á lifun og vexti bæjarstaðar-, kvískerja- og steinadalsbirkis í tveimur landshlutum. Fyrstu niðurstöður. Barbara Stanzeit og Bjarni Diðrik Sigurðsson

Hraukun eykur lifun jólatrjáa sem ræktuð eru á ökrum. Bjarni Diðrik Sigurðsson, Else Möller og Jón Kr. Arnarson

Notkun plöntueiturs til að varna endurvexti á alaskaösp eftir fellingu. Bjarni Diðrik Sigurðsson og Jón Ágúst Jónsson

Tegundir og kvæmi í jólatrjáarækt. Böðvar Guðmundsson

Frostþol að hausti hjá öspum með asparryð. Helga Ösp

Áhrif hækkandi jarðvegshita á svepprót í sitkagreniskógi. Edda S. Oddsdóttir

Fjöldi starfa við uppbyggingu skógarauðlindar á vegum landshlutaverkefnanna í skógrækt. Lilja Magnúsdóttir

Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður frá Yndisgróðursverkefninu. Samson B. Harðarson

Samanburður á mismunandi áburðargerðum í nýskógrækt. Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar

Notkun Flex-áburðar í skógrækt. Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar

Lífkol. Þorbergur H. Jónsson. Halldór Sverrisson

Hverjir eiga skógana á Íslandi. Björn Traustason

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 20:00 í Gullsmára 13 , Kópavogi (Félagsheimili aldraðra).

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:
1.  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
2.  Skýrslur nefnda .  Fossárnefnd.
3.  Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
4.  Tillaga að félagsgjaldi
5.  Lagabreytingar
6.  Kosningar samkvæmt félagslögum
7.  Tillögur um framtíðarverkefni félagsins   Gerð grein fyrir tillögum fræðslunefndar.
8.  Önnur mál

Erindi:
Björn Traustason ræðir um skógrækt í útjaðri höfuðborgarsvæðisins

Veitingar í boði félagsins – mætum öll.

Með góðri kveðju,
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2012

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar árið 2012 verður haldinn þriðjudaginn 20. mars í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Hefst fundur kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

1.1 Kjör fundarstjóra

1.2 Skýrsla stjórnar 2011

1.3 Reikningar félagsins 2011

1.4 Ákvörðun um félagsgjöld 2012

1.5 Stjórnarkjör. Kjósa skal þrjá aðalmenn og tvo til vara, auk tveggja skoðunarmanna

2. Önnur mál

3. Kaffiveitingar í boði félagsins

4. Barbara Stanzeit líffræðingur flytur erindi með myndum: Stórvirkið á Garðaholti. Um ræktun Sigurðar Þorkelssonar og Kristínar Gestsdóttur í Grænagarði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Hugvísindaþing 2012

Með Fundir og ráðstefnur

Hugvísindaþing 2012 verður haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands 9. og 10. mars. Boðið er upp á 27 málstofur um allt á milli himins og jarðar. Meðal annars eru tvær málstofur sem gætu verið sérstaklega áhugaverðar fyrir skógræktarfólk, um ásýnd lands og loftslagsbreytingar.

Nánari upplýsingar um þessar málstofur má finna á vef Hugvísindaþings:

Ásýnd lands, menning og markalínur

Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki

Ný heimasíða Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er búið að setja í loftið nýja og glæsilega heimasíðu. Var síðan formlega opnuð á aðalfundi félagsins 7. mars síðast liðinn. Er þar að finna ýmislegan fróðleik um félagið og skógræktarsvæði þess, auk þess sem fylgjast má þar með nýjustu fréttum frá félaginu og þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.

Slóðin á nýju síðuna er: http://skoghf.is/

skhafn-vefsida

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, opnar nýju vefsíðuna formlega (Mynd: BJ).

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, miðvikudagskvöldið 7. mars kl. 20.00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Ólafur S. Njálsson garðyrkjukandidat, eigandi garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í Ölfusi, flytja erindi sem hann nefnir Aukin fjölbreytni gróðurs í útivistarskóga.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.

Allir velkomnir.