Fagráðstefna skógræktar 2011 verður haldin dagana 23.-25. mars. Ráðstefnan er árleg. Hefð er fyrir því að hún flakki réttsælis um landið og sé alltaf haldin á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.:
Ráðstefnan hefst með afhendingu ráðstefnugagna kl. 17:00 til 19:00 miðvikudaginn 23. mars. Dagskrá ráðstefnunnar hefst svo kl. 9:00 á fimmtudeginum.
Skráning á ráðstefnuna fer fram til 15. mars í tölvupósti skjolskogar (hjá) skjolskogar.is eða í síma 456-8201 (Sæmundur Kr. Þorvaldsson). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara í Reykjanesi. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum (sjá nánar á heimasíðu Skógræktar ríkisins – hér).
Dagskrá:
Fagráðstefnan stendur í tvo heila daga, 24.-25. mars með mætingu í Reykjanes við Djúp kvöldið áður (23. mars). Að venju skiptist hún í þemadag (24/3) og almennan fagfund (25/3). Að þessu sinni fjallar þemadagurinn um „Strauma og stefnur í ræktun sitkagrenis eða birkis í fjölnytjaskógrækt – með áherslu á viðarnytjar“ og munu nokkrir valinkunnir sérfræðingar fjalla um þau mál frá ólíkum hliðum.
Miðvikudagur 23. mars 2011
17.00-19.00 |
Skráning og afhending ráðstefnugagna. |
19.00-20:30 |
Kvöldverður og hópsöngur |
20:30-24:00 |
Ýmsir aukafundir og spjall. – Aðalfundur Skógfræðingafélagsins |
Fimmtudagur, þemadagur, 24. mars 2011
Þemað: Sitkagreni. Fundarstjóri – Valgerður Jónsdóttir
09:00-09:15 |
Hlutur sitkagrenis í skógum Íslands – stutt yfirlit. Arnór Snorrason og Björn Traustason. |
09:15-09:30 |
Sitkagreni og kvæmaval; hér, þar og allsstaðar. Aðalsteinn Sigurgeirsson. |
09:30-10:00 |
Sitkagreni – framtíðartré íslenskra skóga? Þorbergur Hjalti Jónsson og Björn Traustason. |
10:00-10:30 |
Kaffihressing |
10:30-11:00 |
Kvæmatilraun með sitkagreni og hvítsitkagreni á Vestfjörðum. Sæmundur Kr. Þorvaldsson |
11:00-11:30 |
Hvernig umhirðu er verið að skipuleggja fyrir sitkagreni í driftsplönum SR? Lárus Heiðarsson. |
11:30-12:00 |
Áhrif skógræktaraðgerða á timburgæði – dæmi sitkagreni. Arnlín Óladóttir |
12:00-13:30 |
Hádegisverður |
Þemað: Birki. Fundarstjóri – Björn B. Jónsson.
13:30-13:50 |
Endurkortlagning birkiskóga og samanburður við eldri kortlagningu. Björn Traustason |
13:50-14:10 |
Helstu stærðir náttúrulegra birkiskóga. Arnór Snorrason |
14:10-14:40 |
Nytjaskógrækt með birki – er það hægt? Þröstur Eysteinsson |
14:40-15:00 |
Leiðir til aukinnar útbreiðslu birkiskóga á Íslandi. Jón Geir Pétursson |
15:00-15:30 |
Pallborð. Samantekt fundarstjóra og almennar umræður við pallborð. |
15:30-16:00 |
Kaffihressing |
16.00-19.00 |
Skoðunarferð í Laugarbólsskóg í Ísafirði. Rútur í boði. |
19:30-24:00 |
Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá |
Föstudagur, almennur fagfundur, 25. mars 2011
Fundarstjóri : Ólöf I. Sigurbjartsdóttir
09:00-09:20 |
SkógarKol – hvað er það ? Brynhildur Bjarnadóttir |
09:20-09:40 |
Samanburður á svepprótarmyndun skógarfuru og birkis ræktuðum í mismunandi jarðvegi. Edda S. Oddsdóttir |
09:40-10:00 |
Hagræn áhrif landshlutaverkefna í skógrækt, kynning á MS verkefni. Lilja Magnúsdóttir |
10:00-10:30 |
Kaffihressing |
10:30-10:50 |
Tegundavalsforrit á netinu. Þröstur Blöndal og Þorbergur Hjalti Jónsson. |
10:50-11:10 |
Viðhorfskönnun skógarbænda á Norðurlandi. Valgerður Jónsdóttir |
11:10-11:30 |
Samanburður á vexti sitkagrenis og rauðgrenis. Valdimar Reynisson |
11:30-11:50 |
Kastaníuskógurinn í Belasita fjöllum Búlgaríu. Sævar Hreiðarsson og Ólafur Eggertsson |
11:50-12:00 |
Akurræktun jólatrjáa. Björn B. Jónsson |
12:00-13:00 |
Hádegisverður |
Fundarstjóri: Sigvaldi Ásgeirsson
13:00-13:20 |
Lerki girðingastaurar úr grisjunarvið, efni og aðferðir. Bergsveinn Þórsson |
13:20-13:40 |
Má nota örtungl til að rekja smitleiðir og þróun asparryðs. Sigríður Erla Elefsen, Halldór Sverrisson og Jón Hallsteinsson |
13:40-14:00 |
Mæling á timbri í stæðum, ný aðferð. Hreinn Óskarsson |
14:00-14:30 |
Pallborð. |
14:30 |
Ráðstefnuslit. |
Nýlegar athugasemdir