Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2011

Ný skógafrímerki

Með Ýmislegt

Pósturinn hefur gefið út sérstök frímerki í tilefni Alþjóðlegs árs skóga 2011. Í tilkynningu frá Póstinum segir um frímerkin:

Fyrra frímerkið sýnir þversnið af trjábol og er táknrænt fyrir skóginn sem auðlind, þ.e. sem framleiðanda trjáviðar. Seinna frímerkið sýnir nærmynd af laufblaði og táknar vistkerfisþjónustu sem skógar veita, sérstaklega þá að binda kolefni úr andrúmsloftinu.

Nútíma Íslendingar hafa tilhneigingu til að líta á skóg sem þátt í landslagi en síður sem auðlind. Skógar fortíðar framleiddu byggingarefni, eldivið, viðarkol til járnsmíða og fóður fyrir búfé.

Með nútíma skógrækt eru Íslendingar að byggja upp sína eigin skógarauðlind á ný. Skógar veita einnig margskonar  vistkerfisþjónustu, svo sem að vernda vatn og jarðveg og vera búsvæði fyrir fjölda lífvera. Laufblöð og nálar draga koltvísýring (CO2) úr andrúmslofti og þannig hjálpa skógar til við að draga úr gróðurhúsáhrifum í andrúmsloftinu.

(www.postur.is)

frimerki2frimerki1

Opið hús skógræktarfélaganna – Úr skógrækt í ávaxtarækt

Með Fundir og ráðstefnur

Fyrsta Opna hús ársins 2011 verður miðvikudagskvöldið 30. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands,  mun fjalla um ræktun ávaxtatrjáa, út frá eigin reynslu og annarra sem eru að rækta ávaxtatré sér til gagns og gamans, en mikill áhugi virðist vera á slíkri ræktun nú um stundir. Þess má geta að Garðyrkjufélag Íslands undirritaði nýverið samning við Landbúnaðarháskóla Íslands um þróunarverkefni í ræktun ávaxtatrjáa hérlendis.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-1

Girnileg íslensk epli (Mynd: RF).

Grænir dagar í Háskóla Íslands

Með Ýmislegt

Hinir árlegu Grænu dagar í Háskóla Íslands hefjast miðvikudaginn 30. mars. Grænir dagar eru þriggja daga viðburður þar sem fjallað er um umhverfið á margvíslegan hátt. Meðal þess sem verður í boði í ár eru fyrirlestrar um rafbíla og lunda, kvikmyndasýning, tónleikar, fatamarkaður og barsvar, eða pub quiz,svo fátt eitt sé nefnt. Það er Gaia, nemendafélag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, sem skipuleggur Græna daga að venju og í ár verða þeir betri en nokkru sinni fyrr!

Dagskrá Grænna daga er eftirfarandi:

Miðvikudagur 30. mars
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Puffin in Danger: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 130
Grænir drykkir: kl. 18.30 – 19.30 í kjallara Norræna hússins
Leiðsögn um Manna sýninguna: kl. 19.30 – 20.30 í Norræna húsinu

Fimmtudagur 31. mars
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Hvalveiðar á Íslandi: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 129
Kvikmyndasýning – Carbon Nation: kl. 17 – 19 í Háskólatorgi, stofu 102

Föstudagur 1. apríl
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Tónleikar – Hljómsveitin Andvari: kl. 13.00 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Rafbílar á Íslandi: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 130
Barsvar (pub quiz): kl. 20.00 á Dillon (tilboð á drykkjum og á eftir eru tónleikar á staðnum)

Á heimasíðu Gaiu má einnig finna nánari upplýsingar um Græna daga og dagskrána:
http://nemendafelog.hi.is/Gaia

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudag 13. apríl  kl. 20 í stofu 102, Háskólatorgi, Háskóla Íslands.

Dagskrá
1. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
2. Reikningar
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning fulltrúa á  aðalfund S.Í.
6. Önnur mál

-Kaffihlé-

7.  Fræðsluerindi Aðalsteins Sigurgeirssonar: Framandi, ágengar tegundir –svört og græn náttúruvernd.

Allir velkomnir.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2011

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 29. mars í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Steinar Björgvinsson fjallar um fuglana í skóginum og heima í garði. Sýndar verða myndir af fuglum sem teknar eru af Björgvini Sigurbergssyni golfkennara og fuglaáhugamanni.

Kaffiveitingar í boði félagsins í hléi. 

Allir velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Garðyrkjuverðlaun 2011

Með Ýmislegt

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í áttunda sinn laugardaginn 16. apríl n.k. við hátíðlega athöfn á opnu húsi hjá LbhÍ á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.

Dómnefndina skipa að þessu sinni eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar og  Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur,

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem við viljum heiðra hverju sinni.  Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

1) Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.

2) Verknámsstaður ársins =>  Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2011, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.

3) Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem  eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi mánudaginn 4. apríl 2011 á netfangið  bjorgvin (hjá) lbhi.is.

Fagráðstefna skógræktar 2011

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2011 verður haldin dagana 23.-25. mars. Ráðstefnan er árleg. Hefð er fyrir því að hún flakki réttsælis um landið og sé alltaf haldin á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.:

Ráðstefnan hefst með afhendingu ráðstefnugagna kl. 17:00 til 19:00 miðvikudaginn 23. mars. Dagskrá ráðstefnunnar hefst svo kl. 9:00 á fimmtudeginum.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 15. mars í tölvupósti skjolskogar (hjá) skjolskogar.is eða í síma 456-8201 (Sæmundur Kr. Þorvaldsson).  Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara í Reykjanesi. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum (sjá nánar á heimasíðu Skógræktar ríkisins – hér).

Dagskrá:

Fagráðstefnan stendur í tvo heila daga, 24.-25. mars með mætingu í Reykjanes við Djúp kvöldið áður (23. mars). Að venju skiptist hún í þemadag (24/3) og almennan fagfund (25/3). Að þessu sinni fjallar þemadagurinn um „Strauma og stefnur í ræktun sitkagrenis eða birkis í fjölnytjaskógrækt – með áherslu á viðarnytjar“ og munu nokkrir valinkunnir sérfræðingar fjalla um þau mál frá ólíkum hliðum.

 

Miðvikudagur 23. mars 2011

17.00-19.00   Skráning og afhending ráðstefnugagna.
19.00-20:30   Kvöldverður og hópsöngur
20:30-24:00  Ýmsir aukafundir og spjall.
– Aðalfundur Skógfræðingafélagsins

  
Fimmtudagur, þemadagur, 24. mars 2011

Þemað:  Sitkagreni.  Fundarstjóri – Valgerður Jónsdóttir

09:00-09:15  Hlutur sitkagrenis í skógum Íslands – stutt yfirlit.
Arnór Snorrason og Björn Traustason.
09:15-09:30  Sitkagreni og kvæmaval; hér, þar og allsstaðar.
Aðalsteinn Sigurgeirsson.
09:30-10:00  Sitkagreni – framtíðartré íslenskra skóga?
Þorbergur Hjalti Jónsson og Björn Traustason.
10:00-10:30  Kaffihressing
10:30-11:00  Kvæmatilraun með sitkagreni og hvítsitkagreni á Vestfjörðum.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson
11:00-11:30  Hvernig umhirðu er verið að skipuleggja fyrir sitkagreni í driftsplönum SR?
Lárus Heiðarsson.
11:30-12:00  Áhrif skógræktaraðgerða á timburgæði – dæmi sitkagreni.
Arnlín Óladóttir
12:00-13:30   Hádegisverður

 Þemað: Birki.  Fundarstjóri –  Björn B. Jónsson.

13:30-13:50 Endurkortlagning birkiskóga og samanburður við eldri kortlagningu.
Björn Traustason
13:50-14:10     Helstu stærðir náttúrulegra birkiskóga.
Arnór Snorrason
14:10-14:40     Nytjaskógrækt með birki – er það hægt?
Þröstur Eysteinsson
14:40-15:00    Leiðir til aukinnar útbreiðslu birkiskóga á Íslandi.
Jón Geir Pétursson
15:00-15:30    Pallborð. Samantekt  fundarstjóra og almennar umræður við pallborð.
15:30-16:00 Kaffihressing
16.00-19.00   Skoðunarferð í Laugarbólsskóg í Ísafirði. Rútur í boði.
19:30-24:00   Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá

 

Föstudagur, almennur fagfundur, 25. mars 2011

Fundarstjóri : Ólöf I. Sigurbjartsdóttir

09:00-09:20  SkógarKol – hvað er það ? 
Brynhildur Bjarnadóttir
09:20-09:40  Samanburður á svepprótarmyndun skógarfuru og birkis ræktuðum í mismunandi 
 jarðvegi.
Edda S. Oddsdóttir
09:40-10:00  Hagræn áhrif landshlutaverkefna í skógrækt, kynning á MS verkefni.
Lilja Magnúsdóttir
10:00-10:30 Kaffihressing
10:30-10:50  Tegundavalsforrit á netinu.
Þröstur Blöndal og Þorbergur Hjalti Jónsson.
10:50-11:10  Viðhorfskönnun skógarbænda á Norðurlandi.
Valgerður Jónsdóttir
11:10-11:30  Samanburður á vexti sitkagrenis og rauðgrenis.
Valdimar Reynisson
11:30-11:50  Kastaníuskógurinn í Belasita fjöllum Búlgaríu.
Sævar Hreiðarsson og Ólafur Eggertsson
11:50-12:00  Akurræktun jólatrjáa.
Björn B. Jónsson
12:00-13:00   Hádegisverður 

  
Fundarstjóri: Sigvaldi Ásgeirsson

13:00-13:20 Lerki girðingastaurar úr grisjunarvið, efni og aðferðir.
Bergsveinn Þórsson
13:20-13:40  Má nota örtungl til að rekja smitleiðir og þróun asparryðs.
Sigríður Erla Elefsen, Halldór Sverrisson og Jón Hallsteinsson
13:40-14:00  Mæling á timbri í stæðum, ný aðferð.
Hreinn Óskarsson
14:00-14:30  Pallborð.
14:30    Ráðstefnuslit.

 

  




 


 


 

 

 

     




 


 


 


 


 


 


 


 



 


 


 


 



 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar verður haldinn á hótel Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 17. mars 2011 kl. 16:30.

Dagskrá fundarins :

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Hallur Björgvinsson svæðisstjóri Suðurlandsskógum flytur áhugavert erindi um skjólbeltarækt.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn Skógræktarfélagsins Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.

Áhugaverð umfjöllun um skógrækt í Glettingi

Með Ýmislegt

Nýtt tölublað hins vandað tímarits Glettings, sem fjallar um austfirsk málefni, er komið út. Meðal efnis er áhugavert viðtal Magnúsar Stefánssonar ritstjóra við Eymund Magnússon, landskunnan bónda í Vallarnesi á Héraði. Í viðtalinu kemur fram að auk lífrænnar ræktunar hefur skógrækt og skjólbeltarækt verið stunduð af krafti. Brot úr viðtalinu: „Þótt ég hefði ekki gert neitt annað finnst mér þetta raunverulega það sem ég er stoltastur af sem mínu ævistarfi – að skilja eftir þennan skóg í Vallanesi. Og lífið sem þessi skógur hefur skapað – það skal ekki vanmeta. Hingað hafa komið bændur utan af Héraði og orðið þögulir hérna á hlaðinu hjá mér og undrast hversu fuglalífið er mikið. Þetta er sannarlega hinn andlegi gróði af skóginum, fuglalífið og þetta mikla skjól sem skógurinn hefur skapað. Um leið myndast skjól fyrir ræktunina sem gerir mér kleift að rækta fleiri tegundir og rækta betur en ég gæti annars á berangri. Munurinn er gífurlegur, maður gengur inn í skjól á milli beltanna en um leið og farið er út af hinu skýlda svæði er komið í vindstreng. Rakinn helst betur í jörðinni, jarðvegurinn verður heitari og allt vex betur“.

Viðtalið í heild sinni má lesa á heimasíðu Glettings (hér). 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2011

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn mánudaginn 7. mars 2011 og hefst kl. 20:00.

Fundarstaður: Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund
 
DAGSKRÁ: 
1.         Venjuleg aðalfundarstörf:
1.1.           Kjör fundarstjóra
1.2.           Skýrsla stjórnar 2010
1.3.           Reikningar félagsins 2010
1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2011
1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns
2.         Önnur mál
3.         Kaffiveitingar í boði félagsins
4.         Gestur fundarins verður Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur
við Landbúnaðarháskóla Íslands. Götutré – hvaða kostum þurfa þau að vera búin, hvað gæti komið í stað aspar sem götutrés.
 
   
Allir eru hjartanlega velkomnir. 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar