Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.
Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú tvær seinustu helgarnar fyrir jólin – sjá svo nánar á jólatrjáavefnum (hér).
Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.
Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum sunnudaginn 19. desember.
Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga
Haukafelli á Mýrum sunnudaginn 12. desember.
Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu, laugardaginn 11. desember og helgina 18.-19. desember.
Skógræktarfélag Dýrafjarðar
Söndum, laugardaginn 11. desember.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.
Skógræktarfélag Eyrarsveitar
Skógræktarfélag Garðabæjar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.
Skógræktarfélag Ísafjarðar
Seljalandi laugardaginn 11. desember.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 11. desember.
Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum, Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember og í Kauptúni, Garðabæ, alla daga fram að jólum.
Skógræktarfélag Skagfirðinga
Sunnudaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.
Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember.
Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.
Skógræktarfélag Íslands
Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum – eingöngu bókaðir hópar.
Nýlegar athugasemdir