Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2010

Fín frétt um íslensk jólatré

Með Fjölmiðlaumræða

Í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins þann 13. desember var fín umfjöllun um íslensk jólatré, með viðtali við Kjartan Ólafsson, formann Skógræktarfélags Árnesinga.

Íslensk jólatré eru atvinnuskapandi, gjaldeyrissparandi, ferskari og vistvænni, þar sem eiturefni eru ekki notuð við ræktun þeirra og flytja þarf þau mun styttri leiðir á markað, sem losar auðvitað mun minna kolefni.

Veljum íslenskt – stafafuru, rauðgreni, blágreni eða sitkagreni!

Skoða má fréttina á vef Ríkissjónvarpsins – www.ruv.is.

jolatre

Jólafjör hjá skógræktarfélögunum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðventan er líflegur tími hjá mörgum skógræktarfélögum. Undanfarin ár hafa skógræktarfélög um land allt tekið á móti fólki sem kemur í skógana til þess að velja og fella eigið tré, auk þess sem ýmis félög hafa selt felld tré, bæði beint og til smásöluaðila. Sum félög hafa líka boðið upp á ýmsan annan varning úr efniviði skógarins, en skógurinn nýtist til margs.

Hér á eftir má sjá smá sýnishorn af þeim viðburðum sem félögin standa fyrir.  Ef þið lumið á skemmtilegum myndum úr heimsókn í jólaskóga skógræktarfélaganna eru þær velkomnar í hópinn!

jolafjor01
Jólasveinarnir eru alltaf vinsælir meðal yngstu kynslóðarinnar (Mynd: RF).

jolafjor02
Gullfallegir kransar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor03
Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður vinsælli með hverju árinu (Mynd: RF).

jolafjor04
Þessi sveinki er greinilega mjög fyndinn! (Mynd: RF).

jolafjor05
Falleg kertaskreyting úr fjölbreyttu hráefni skógarins hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor06
Hin sívinsælu tröpputré á Jólamarkaðinum á Elliðavatni (Mynd: RF).

jolafjor07
Jólasveinn á krakkaveiðum… (Mynd: Einar Örn Jónsson).

jolafjor08
Hugguleg og vistvæn jólaskreyting hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor09
Það er gaman fyrir alla fjölskylduna að fara út í skóg og velja sér jólatré (Mynd: RF).

jolafjor10
Nóg að gera á Jólamarkaðinum á Elliðavatni (Mynd: RF).

jolafjor11
Jólatrjánum pakkað í net til flutnings í Jólaskógi Skógræktarfélags Íslands í Brynjudal (Mynd: RF).

jolafjor12
Hringdans með jólasveinunum er alltaf skemmtilegur (Mynd: RF).

jolafjor13
Depill, tilfallandi móttökustjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands, á vaktinni í Jólaskóginum (Mynd: RF).

 

Jólaskógar skógræktarfélaganna

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú tvær seinustu helgarnar fyrir jólin – sjá svo nánar á jólatrjáavefnum (hér).

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum sunnudaginn 19. desember.

Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga
Haukafelli á Mýrum sunnudaginn 12. desember.

Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu,  laugardaginn 11. desember og helgina 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar
Söndum, laugardaginn 11. desember.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar

Skógræktarfélag Garðabæjar

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Ísafjarðar
Seljalandi laugardaginn 11. desember.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 11. desember. 

Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember.

Skógræktarfélag Reykjavíkur
Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum, Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember og  í Kauptúni, Garðabæ, alla daga fram að jólum.

Skógræktarfélag Skagfirðinga
Sunnudaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.

Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Íslands
Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum – eingöngu bókaðir hópar.
 

Grænni skógar fá Starfsmenntaverðlaunin 2010

Með Ýmislegt

Starfsmenntaverðlaunin voru veitt 8. desember, en þau eru veitt þeim aðilum sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.

Í flokki skóla og fræðslustofnana fékk Landbúnaðarháskólinn/Endurmenntun LbhÍ verðlaunin fyrir verkefnið Grænni skógar, sem er skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt.

Auk Grænni skóga fengu Reykjavíkurborg, Starfsafl og Kaffitár verðlaun.

Skógræktarfélag  Íslands óskar Grænni skógum hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.