Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2010

Tæknileg tímamót í skógrækt

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur tók í gær í notkun fyrstu sérhæfðu útkeyrsluvél í skógi (skodare) á landinu, en hingað til hefur verið notast við traktorsspil og traktorsvagna við flutning trjábola út úr skóginum. Útkeyrsluvélinni fylgir mikill vinnusparnaður, auk þess sem hún fer mun betur með skógarbotninn.

Vélin er sænsk, af gerðinni Alstor 8X8, keypt í gegnum Garðheima. Fyrir þá sem vilja kynna sér vélina nánar má benda á heimasíðu Alstor (hér).

utkeyrsluvel

Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur (t.h.), tekur formlega við vélinni frá Kristian Laurell, forstjóra Alstor.  Óli finnski skógarvörður í Heiðmörk er á vélinni (Mynd: Sk.Rvk.).

 

Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan verður haldinn mánudaginn 1. nóvember kl. 20, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi  3-5.

Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundstörf
2. Erindi Páll Líndal doktorsnemi í Umhverfissálarfræði.
Streita og umhverfi sjúkrastofnanna.
3. Verkefni samtakanna kynnt
a) Guðrún Ástvaldsdóttir segir frá gróðursetningu með börnum við Engjaskóla.
b) Morten Lange greinir frá verkefni sem unnið er í samvinnu við bíllausan lífstíl.
c) Rut Káradóttir og Páll Líndal segja frá verkefni samtakanna á göngudeild
Landspítalans.
d) Auður I Ottesen segir frá gróðursetningargjörningi með foreldrum og starfsfólki
leikskólans Nóaborg, en þar voru settir niður berjarunnar og ávaxtatré.

Nánari upplýsingar í skjali hér (pdf).