Skógræktarfélag Reykjavíkur tók í gær í notkun fyrstu sérhæfðu útkeyrsluvél í skógi (skodare) á landinu, en hingað til hefur verið notast við traktorsspil og traktorsvagna við flutning trjábola út úr skóginum. Útkeyrsluvélinni fylgir mikill vinnusparnaður, auk þess sem hún fer mun betur með skógarbotninn.
Vélin er sænsk, af gerðinni Alstor 8X8, keypt í gegnum Garðheima. Fyrir þá sem vilja kynna sér vélina nánar má benda á heimasíðu Alstor (hér).
Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur (t.h.), tekur formlega við vélinni frá Kristian Laurell, forstjóra Alstor. Óli finnski skógarvörður í Heiðmörk er á vélinni (Mynd: Sk.Rvk.).
Nýlegar athugasemdir