Í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands mun Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og 5-6 ára krakkar í leikskólum Mosfellsbæjar halda skógardag og listasýningu laugardaginn 12. júní nk.
Hátíðin er haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg og hefst kl. 11.
Rauðhetta mun leiða sýningargesti um svæðið og sýna listaverk barnanna. Að því loknu verður tónlistaratriði, grillaðar pylsur og djús að drekka.
Allir eru velkomnir.
Nýlegar athugasemdir