Skip to main content

Hér má finna ýmsar upplýsingar um íslensk jólatré og jólaskóga skógræktarfélaganna.

hvadvelja-min hvadgera-min

Verið velkomin í jólaskóginn

Upplýsingar um skógræktarfélög sem verða með jólatrjáasölu verða settar inn jafnóðum og þær berast.

Skógræktarfélag Akraness er með jólaskóg í Slögu sunnudaginn 15. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólaskóg að Gunnfríðarstöðum laugardaginn 14. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum þrjár síðustu helgar fyrir jól kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar verður með jólatré til sölu á Kósíkvöldi í Hyrnutorgi fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19-22. Einnig verða jólatré til sölu hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar.

Skógræktarfélag Djúpavogs er með jólatrjáasölu í Búrfellslundi í Hálsaskógi sunnudaginn 8. desember kl. 13-14.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólaskóg í Laugalandsskógi helgarnar 7.-8. og 14.-15. desember kl. 11-15 og jólatrjáasölu í Kjarnaskógi frá 5. desember fram á Þorláksmessu. Opið kl. 10-18 nema 10-12 á Þorláksmessu.

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 14. desember kl. 11:30-15.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg  frá og með 7. desember kl. 10-18.

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólaskóg í Tungudal laugardaginn 7. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð 8 – 23. desember. Opið um helgar og á Þorláksmessu kl. 10-16, kl. 14-17 dagana 9. – 13. desember og kl. 12-17 dagana 16. – 20. desember.

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi laugardaginn 14. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólaskóg í Bolholti sunnudaginn 15. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á jólamarkaðinum á Elliðavatni allar aðventuhelgarnar kl. 12-17 og jólaskóg síðustu þrjár helgar fyrir jól kl. 11-16. Jólatrjáasala á Lækjartorgi verður dagana 14.-22. desember, kl. 15-19 á virkum dögum og kl. 14-18 um helgar. 

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólaskóg í Álfholtsskógi helgina 14.-15. desember kl. 12-15:30 og laugardaginn 21. desember kl. 12:-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms verður með jólatrjáasölu í Sauraskógi helgina 14.-15. desember kl. 12-15 og sunnudaginn 22. desember kl. 12-15.

Fossá – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps – eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgarnar 7.-8. og 14.-15. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Íslands tekur á móti fyrirfram bókuðum hópum í skóginn á Ingunnarstöðum í Brynjudal. 

 

Einstaka skógarbændur hafa einnig selt jólatré – veljum íslenskt og verslum í heimabyggð!