Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn mánudaginn 18. mars 2019 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar 2018
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
5. Stjórnarkjör:
• Kosning formanns
• Kosning þriggja aðalmanna
• Kosning þriggja varamanna
• Kosning skoðunarmanns reikninga
• Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
• Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins

Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson munu halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.

Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Hvaða tré er þetta? – Vetrargreining trjágróðurs

Með Fréttir, Viðburðir

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verður boðið upp á fræðslu um vetrargreiningu trjáa og runna, en tré og runnar eru í vetrarbúningi stóran hluta ársins á Íslandi.

Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sér um fræðsluna sem hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 18.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fréttir

Nú á vormánuðum eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um forvarnir gegn gróðureldum, ræktun berjarunna, að breyta sandi í skóg, gerð göngustíga í náttúrunni og gerð leiksvæða.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans – http://www.lbhi.is/namskeid_i_bodi.

Aðalfundur 2019

Með Fréttir

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2019 verður haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september. Skógræktarfélag Kópavogs er gestgjafi fundarins.

Dagskrá fundar verður með hefðbundnu sniði. Fundur hefst með afhendingu fundargagna kl. 9:30 að morgni föstudagsins 30. ágúst og lýkur á hádegi sunnudaginn 1. september. Nánari dagskrá kemur síðar.

Aðalfundur 2018

Með Fréttir, Viðburðir

Aðalfundur 2018 fer fram miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa félagsmenn, 25 ára og eldri, auk eins forráðamanns kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur og gögn skoðuð
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins
f) Lagabreytingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.