Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Gleðileg jól!

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við þökkum stuðninginn á liðnu ári og sjáumst hress í skóginum árið 2021!

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Þótt farið sé að styttast verulega í jólin má enn nálgast jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum:

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum, til 23. desember, kl. 11-16. Sjá: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Kjarnaskógi, alla daga til jóla, kl. 10-18. Sjá: https://www.facebook.com/SkograektarfelagEyfirdinga

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð,  til 23. desember, kl. 12-18. Sjá einnig: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Lækjartorgi til 23. desember, kl. 16-20. Sjá: http://heidmork.is/

 

Sjá einnig: https://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Annað tölublað Skógræktarritsins 2020 er komið út

Með Fréttir

Að venju er að finna í ritinu áhugaverðar greina um hinar fjölbreyttu hliðar skógræktar. Að þessu sinni má meðal annars finna greinar um Tré ársins 2020, útikennslu, áhrif furulúsar á lifun og vöxt skógarfuru á Íslandi, tálgun, blandskógrækt, stofnun Heiðmerkur, skógartölur ársins 2019 og útbreiðslu og áhrif ertuyglu á ungskóga.

Kápu ritsins prýðir myndin „Alien Hourgarden“ eftir Kristinn Má Pálmason.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt.

Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu – sjá nánar: https://www.skog.is/skograektarritid/

Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands – opnunartímar

Með Fréttir

Starfsfólk Skógræktarfélags Íslands mun nú á næstunni vinna meira heima, í ljósi tilmæla sóttvarnalæknis. Því geta komið tímabil þar sem enginn er við á skrifstofu félagsins á uppgefnum opnunartíma (9-16). Því er ráðlagt að hringja á undan sér (s. 551-8150) ef fólk á erindi á skrifstofuna. Hægt er að hafa samband við starfsfólk með tölvupósti eða síma – upplýsingar um símanúmer og netföng má finna hér á heimasíðunni – https://www.skog.is/starfsfolk-2/

 

Skógræktarfélag Siglufjarðar 80 ára

Með Fréttir

Skógræktarfélag Siglufjarðar fagnaði 80 ára afmæli sínu þann 22. september, en félagið var stofnað þann 22. september 1940. Upphaflega fékk félagið úthlutað landi austanvert í Hólsdalnum sunnan Hóls og hóf þar gróðursetningu, en það reyndist of erfitt land og flutti félagið sig því yfir í Skarðdal, sem hefur verið aðal skógræktarsvæði félagsins síðan og vex þar nú nyrsti gróðursetti skógur landsins.

Skógræktarfélag Íslands óskar Skógræktarfélagi Siglufjarðar til hamingju með afmælið!

Stutt yfirlit yfir starf félagsins í tilefni afmælisins má lesa á vef Trölla – www.trolli.is.

 

Sjálfboðaliðadagur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með Fréttir

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar verður með sjálfboðaliðadag sunnudaginn 20. september. Gróðursett verður í Hamranesið milli kl. 11 og 13. Mæting á móts við Hamranesflugvöll við Hvaleyrarvatnsveg. Þar í hlíðum jarðvegstippsins verður gróðursett eins og í fyrra.

Plöntur og verkfæri á staðnum. Allir fá heita súpu að gróðursetningu lokinni.

Sendið póst á netfangið skoghf@simnet.is til að fá nánari upplýsingar eða hringið í síma 555-6455 eða 894-1268.

Allir velkomnir!

Landssöfnun á birkifræi

Með Fréttir

Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um átak í söfnun birkifræs nú í haust og verður fræinu sem safnast dreift á völdum svæðum í öllum landshlutum. Eru landsmenn hvattir til að taka þátt og hjálpa til við að breiða út birkiskóga landsins.

Frá miðjum september verður hægt er að fá söfnunarbox á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónus. Söfnunartunnur eru komnar í verslanir Bónus.

Nánar má lesa um söfnunina og hvernig á að safna fræjum á vefsíðunni birkiskogur.is.

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum á Akranesi mánudaginn 28. september kl. 20.  Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf (árskýrssla, reikningar og kosningar), auk þess sem rætt verður um starf félagsins.

Í ljósi aðstæðna vegna Covid verður ekki boðið upp á veitingar að þessu sinni.

Eitt sæti er laust í stjórn félagsins og eru félagar, sem áhuga hafa á að taka þátt í störfum félagsins, hvattir til að bjóða sig fram – með þátttöku næst árangur!

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 5. september síðast liðinn, í fundarsal í Arionbanka í Borgartúni í Reykjavík. Aðalfundur félagsins nær vanalega yfir þrjá daga, með fræðslufyrirlestrum og vettvangsferðum og skiptast aðildarfélög Skógræktarfélags Íslands á að vera gestgjafar fundarins. Í ljósi aðstæðna í ár var ákveðið að fundurinn yrði með öðrum hætti. Voru eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar, svo sem kosningu stjórnar og afgreiðslu ársreiknings. Hluti fulltrúa sat svo fundinn í fjarfundi.

Jónatan Garðarsson var endurkjörinn formaður Skógræktarfélags Íslands. Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir inn, þær Nanna Sjöfn Pétursdóttir frá Skógræktarfélagi Bíldudals og Berglind Ásgeirsdóttir frá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Varastjórn var endurkjörin, en í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Valgerður Auðunsdóttir og Björn Traustason. Ein tillaga að ályktun, um notkun lífrænna varna í skógrækt, var einnig samþykkt.


Jónatan Garðarsson formaður ávarpar fundargesti.


Úr stjórn gengu Sigrún Stefánsdóttir (t.v.) og Laufey B. Hannesdóttir og voru þær formlega kvaddar og þakkað fyrir þeirra störf með blómvendi.

Nýr styrktaraðili Opinna skóga

Með Fréttir

Samkaup og Skógræktarfélag Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður á þessu og næsta ári auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

„Samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvernd skipa stóran sess í starfsemi Samkaupa. Við leitum stöðugt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar til að tryggja að komandi kynslóðir fái að njóta fegurðar og þess góða sem umhverfið okkar hefur upp á bjóða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. „Samstarf og stuðningur við Skógræktarfélagið fellur vel umhverfisstefnu Samkaupa enda gegnir félagið gríðarlega mikilvægu hlutverki í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi.“

Opnir skógar eru nú sautján talsins, staðsettir víðs vegar um landið þar sem er boðið upp á góða útivistaraðstöðu. Unnið verður áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum og eru allir opnir.

„Samningurinn við Samkaup skiptir okkur gríðarlega miklu máli og tryggir rekstur þess fram á næsta ár,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. „Nú munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samkomuhalds og útivistar.“

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, undirrita samninginn.