Skip to main content
All Posts By

a8

Stormföllnu lævirkjatré bjargað

Með Ýmislegt

Eitthvað er um að tré hafi brotnað eða oltið um koll í óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrradag, 10 apríl. Húsráðendur í húsi einu í Vogahverfinu höfðu samband við Skógræktarfélag Íslands og leituðu ráða vegna lerkitrés sem slitnað hafði upp frá rótum og vildu þau fyrir alla muni bjarga trénu. Starfsmaður Skógræktarfélagsins fór á staðinn og lagði á ráðin með eigendum trésins. Tréð er tvístofna frá rót og kann það að hafa valdið því að svo fór sem fór. Ákveðið var fjarlægja annan stofninn, grafa undan trénu og setja hrossaskítur í botninn, auk þess sem holan verður víkkuð og tréð togað í rétta stöðu og stagað niður.

stormfall1
Andri Páll Alfreðsson vill leggja sitt af mörkum til að bjarga lerkitrénu í garðinum (Mynd: EG).

stormfall2
Flatrótarkerfið hefur látið undan veðurofsanum enda taka tvístofna tré mikið veður á sig (Mynd: EG).

stormfall3
Helga Rún Pálsdóttir trjáeigandi og búningahönnuður og Einar Gunnarsson skógfræðingur vinna við fyrsta áfanga björgunaraðgerða (Mynd: Andri Páll Alfreðsson).

BREYTING: Opið hús skógræktarfélaganna: Nýting belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Breyting er á fyrirlestri frá fyrri auglýsingum. Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur mun flytja erindi um nýtingu belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs. Hér á landi má nota margar tegundir belgjurta til landbóta í skógrækt og draga með því úr áburðarnotkun, auk þess sem belgjurtirnar geta stuðlað að langvarandi og viðvarandi frjósemisaukningu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


oh-2

(Mynd: RF).

Opið hús skógræktarfélaganna – Þú leysir úr álögum sofandi fræ

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi, sem hann nefnir „Þú leysir úr álögum sofandi fræ“.  Það er vor í lofti, ilmur gróandans leikur að vitunum og skógarmenn undirbúa vorverkin. Í erindi sínu ætlar Kristinn meðal annars að  fjalla um það helsta sem snýr að fræsöfnun, geymslu fræja, sáningu, græðlingarækt og uppeldi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Viltu rækta ávaxtatré ?

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Dýrafjarðar stendur fyrir fræðsluerindi um ávaxtatré laugardaginn 7. maí.
Jón Guðmundson garðyrkjufræðingur á Akranesi flytur fræðsluerindi um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður.

Erindið verður haldið laugardaginn 7. maí í félagsheimilinu á Þingeyri kl. 16:00 ef næg þátttaka fæst

Aðgangseyrir: 2.000 kr. – í seðlum.

Áhugasamir þurfa að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á netfangið: skjolskogar (hjá) skjolskogar.is.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar

Ráðstefna: Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra

Með Fundir og ráðstefnur

Tímamótaráðstefna tengd Alþjóðlegu ári skóga á Íslandi 2011

Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu Hótel Sögu fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 08:00 – 17:00. Ráðstefnan ber yfirskriftina Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra og er markmiðið að gera keðjuna frá framleiðenda til markaðar skilvirkari og skýrari.

Nánari upplýsingar og skráning á www.nmi.is.

radstefna-skogaraudlind

Ný skógafrímerki

Með Ýmislegt

Pósturinn hefur gefið út sérstök frímerki í tilefni Alþjóðlegs árs skóga 2011. Í tilkynningu frá Póstinum segir um frímerkin:

Fyrra frímerkið sýnir þversnið af trjábol og er táknrænt fyrir skóginn sem auðlind, þ.e. sem framleiðanda trjáviðar. Seinna frímerkið sýnir nærmynd af laufblaði og táknar vistkerfisþjónustu sem skógar veita, sérstaklega þá að binda kolefni úr andrúmsloftinu.

Nútíma Íslendingar hafa tilhneigingu til að líta á skóg sem þátt í landslagi en síður sem auðlind. Skógar fortíðar framleiddu byggingarefni, eldivið, viðarkol til járnsmíða og fóður fyrir búfé.

Með nútíma skógrækt eru Íslendingar að byggja upp sína eigin skógarauðlind á ný. Skógar veita einnig margskonar  vistkerfisþjónustu, svo sem að vernda vatn og jarðveg og vera búsvæði fyrir fjölda lífvera. Laufblöð og nálar draga koltvísýring (CO2) úr andrúmslofti og þannig hjálpa skógar til við að draga úr gróðurhúsáhrifum í andrúmsloftinu.

(www.postur.is)

frimerki2frimerki1

Opið hús skógræktarfélaganna – Úr skógrækt í ávaxtarækt

Með Fundir og ráðstefnur

Fyrsta Opna hús ársins 2011 verður miðvikudagskvöldið 30. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands,  mun fjalla um ræktun ávaxtatrjáa, út frá eigin reynslu og annarra sem eru að rækta ávaxtatré sér til gagns og gamans, en mikill áhugi virðist vera á slíkri ræktun nú um stundir. Þess má geta að Garðyrkjufélag Íslands undirritaði nýverið samning við Landbúnaðarháskóla Íslands um þróunarverkefni í ræktun ávaxtatrjáa hérlendis.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-1

Girnileg íslensk epli (Mynd: RF).

Grænir dagar í Háskóla Íslands

Með Ýmislegt

Hinir árlegu Grænu dagar í Háskóla Íslands hefjast miðvikudaginn 30. mars. Grænir dagar eru þriggja daga viðburður þar sem fjallað er um umhverfið á margvíslegan hátt. Meðal þess sem verður í boði í ár eru fyrirlestrar um rafbíla og lunda, kvikmyndasýning, tónleikar, fatamarkaður og barsvar, eða pub quiz,svo fátt eitt sé nefnt. Það er Gaia, nemendafélag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, sem skipuleggur Græna daga að venju og í ár verða þeir betri en nokkru sinni fyrr!

Dagskrá Grænna daga er eftirfarandi:

Miðvikudagur 30. mars
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Puffin in Danger: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 130
Grænir drykkir: kl. 18.30 – 19.30 í kjallara Norræna hússins
Leiðsögn um Manna sýninguna: kl. 19.30 – 20.30 í Norræna húsinu

Fimmtudagur 31. mars
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Hvalveiðar á Íslandi: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 129
Kvikmyndasýning – Carbon Nation: kl. 17 – 19 í Háskólatorgi, stofu 102

Föstudagur 1. apríl
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Tónleikar – Hljómsveitin Andvari: kl. 13.00 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Rafbílar á Íslandi: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 130
Barsvar (pub quiz): kl. 20.00 á Dillon (tilboð á drykkjum og á eftir eru tónleikar á staðnum)

Á heimasíðu Gaiu má einnig finna nánari upplýsingar um Græna daga og dagskrána:
http://nemendafelog.hi.is/Gaia

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudag 13. apríl  kl. 20 í stofu 102, Háskólatorgi, Háskóla Íslands.

Dagskrá
1. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
2. Reikningar
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning fulltrúa á  aðalfund S.Í.
6. Önnur mál

-Kaffihlé-

7.  Fræðsluerindi Aðalsteins Sigurgeirssonar: Framandi, ágengar tegundir –svört og græn náttúruvernd.

Allir velkomnir.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2011

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 29. mars í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Steinar Björgvinsson fjallar um fuglana í skóginum og heima í garði. Sýndar verða myndir af fuglum sem teknar eru af Björgvini Sigurbergssyni golfkennara og fuglaáhugamanni.

Kaffiveitingar í boði félagsins í hléi. 

Allir velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.