Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2013 verður haldinn þriðjudaginn 19. mars n.k. kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.
Dagskrá:
• Gunnar Einarsson bæjarstjóri og fulltrúi Skógræktarfélagsins undirrita samstarfssamning Garðabæjar og Skógræktarfélagsins.
• Myndasýning frá liðnu starfsári félagsins
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Önnur mál
• Kaffiveitingar í boði félagsins
• Fræðsluerindi Kristins Þorsteinssonar garðyrkjufræðings um trjágróðurinn í garðinum.
Trjágróður skapar umgjörð sem hefur gífurleg áhrif á umhverfi okkar. Við val og ræktun trjágróðurs í garða þarf að hafa margt í huga. Kristinn fjallar einnig um notkun trjáa og runna í nánasta umhverfi okkar.
Allir velkomnir – Takið með ykkur gesti!
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.
Nýlegar athugasemdir