Skip to main content
All Posts By

a8

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Boðað er til aðalfundar Skógræktarfélags Garðabæjar mánudaginn 23. mars n.k. í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst fundurinn kl. 20:00.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kaffihlé
  • Fræðsluerindi flytur Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar um Meltungu – trjásafn í Kópavogi. Trjásafnið í Meltungu er innst í Fossvogsdal á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur og er fallegur garður sem alltof fáir vita af.

Allir velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.

Skógarspjall á Akranesi

Með Fræðsla

Mánudaginn 16. mars kl. 20:00 mun Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga vera í Fjölbrautarskóla Vesturlands og fjalla um skógrækt á svæðum Skógræktarfélags Akraness og gefa góð ráð. Allir hjartanlega velkomnir.


Skógræktarfélag Akraness

Fagráðstefna skógræktar 2015 og þemadagur NordGen

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2015 og þemadagur NordGen verður haldin á Hótel Borgarnesi dagana 11.-12. mars næstkomandi. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður haldinn í samstarfi við NordGen undir yfirskriftinni Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum (Tree breeding for increased forest productivity in marginal areas). Dagskráin þennan dag fer fram á ensku eða skandinavísku en gefið verður út ráðstefnurit á íslensku. Seinni daginn verða fjölbreytt erindi varðandi skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd.

Dagskrá

Þriðjudagur 10. mars

14:00-19:00 Stjórn NordGen Forest fundar á Hótel Borgarnesi 
16:00-18:00 Afhending ráðstefnugagna á Hótel Borgarnesi. 
18:00-20:00 Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands, Söguloft Landnámsseturs Íslands.
18:00-20:00 Fundur óbundna gáfumannafélagsins ÓSKÓG, Arinstofu Landnámsseturs Íslands. Ef þú ert ekki á hinum fundinum þá vilt þú örugglega ekki missa af þessum! 
20:00 Kvöldverður (hlaðborð) á Landnámssetri.

 
 
Miðvikudagur 11. mars

Þemadagur á vegum NordGen-skog  – Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum.

Fundastjórar: Ólöf Sigurbjartsdóttir og Sæmundur Þorvaldsson.

8:30-9:00 Afhending ráðstefnugagna.
9:00-9:20 Ráðstefnusetning. Umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp. 
9:20-9:40 A brief overview of forest tree breeding activities in Iceland. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Icelandic Forest Research.
9:40-10:00  Overview of adaptation and productivity of the main species in Icelandic forestry. Þröstur Eysteinsson & Lárus Heiðarsson, Icelandic Forest Service. 
10:00-10:40 Are there economic incentives for private forest owners to use genetically improved regeneration material? Anssi Ahtikoski, Natural Resources Institute, Finland. 
10:40-11:00 Kaffihlé. 
11:00-11:40 Deployment areas of Scots pine and Norway spruce seeds revisited and revised. Mats Berlin, Skogforsk, Sweden. 
11:40-12:10 Humans and Nature – The Relevance of Feminism. Auður Ingólfsdóttir, Bifröst University, Iceland.
12:10-13:00 Hádegismatur. 
13:00-13:20 Twenty years of larch breeding in Iceland. Þröstur Eysteinsson, Icelandic Forest Service. 
13:20-14:00 Why seed orchards seeds? Bo Karlsson, Skogforsk, Sweden. 
14:00-14:40 A greener Greenland – on the potential of future forests on Southern Greenland. Anders Ræbild, Copenhagen University, Denmark.
14:40-15:00 Kaffihlé.
15:00-15:20 Breeding for poplar leaf rust resistance in Iceland. Halldór Sverrisson, Icelandic Forest Research.
15:20-15:40 Reflections on birch breeding in Iceland. Þorsteinn Tómasson, plant geneticist, Iceland. 
15:40-16:00 The forest park at Einkunnir. Friðrik Aspelund og Hilmar Arason, board members.
16:00-18:30 Ferð í Einkunnir. Allir í gönguskó og útigalla, léttar borgfirskar veitingar.
19:30-> Hátíðarkvöldverður. Veislustjóri: Gísli Einarsson

 
 
 Fimmtudagur 12. mars

Fundastjórar: Valgerður Jónsdóttir og Björn Jónsson.

9:05-9:25 „Ekki gera ekki neitt“. Áhrif mismunandi jarðvinnslu á lifun og vöxt skógarplantna í frjósömu landi (Effects of site preparation methods on survival and growth of seedlings on rich sites). Bergsveinn Þórsson, Norðurlandsskógar. 
9:25-9:45 Hvert er hlutverk skóganna í ferðamennsku? (What role do forests play in the Icelandic tourist industry?). Hreinn Óskarsson, Skógrækt ríkisins og Hekluskógar. 
9:45-10:05 Frá sjónarhóli plöntuframleiðanda (The nursery managers‘ viewpoint). Katrín Ásgrímsdóttir, Sólskógar ehf. 
10:05- 10:40 Kaffihlé
Veggspjaldakynning. Kynningarstjóri Bjarni D. Sigurðsson, LbhÍ.
10:40-11:10 Fitjar skógrækt ehf – framtak eða fíflaskapur? (Fitjar forestry enterprise). Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi Fitjum. 
11:10-11:30 Gæða- og árangursmat gróðursetninga landshlutaverkefna (Monitoring and assuring quality and afforestation success of regional forestry projects in Iceland). Valgerður Jónsdóttir og Bergsveinn Þórsson, Norðurlandsskógar. 
11:30-11:50 Bruk av droner til skogkartlegging (The use of drones for forest mapping). Pål Hansen, nemandi við NMBU og Johan Holst, Skogbrukssjef i Drammen, Lier, Røyken og Hurum. 
11:50-12:00 Ilmkjarnaolíur ný skógarafurð? (Essential oils, a new forest product?). Hraundís Guðmundsdóttir, Vesturlandsskógar. 
12:05-12:50  Hádegismatur 
12:50-13:10 Hrymur- kynning á niðurstöðum lokaverkefnis (Hrymur – performance of Larix sibirica x decidua hybrids in West Iceland). Bergþóra Jónsdóttir, skógarbóndi og nemandi LbhÍ. 
13:10-13:30 Endurkortlagning náttúrulegra birkiskóga og kjarrs á Íslandi (Remapping of native birch woodlands in Iceland). Arnór Snorrason og Björn Traustason, Rannsóknarsstöð skógræktar Mógilsá. 
13:30-13:50 Ásýnd sveitarfélags (The image of municipalities). Helena Guttormsdóttir, LbhÍ. 
13:50-14:10 Tegundir belgjurta sem heppilegar eru í botngróður í skógum (Leguminous plants that are suitable as ground vegetation in forests). Sigurður Arnarson og Auður Ottesen. 
14:10-14:30 Kolefnisbinding í jarðvegi skóga: áhrifaþættir og óvissa (Carbon sequestration in forest soils: factors and uncertainties). Bjarni D. Sigurðsson, LbhÍ. 
14:30:14:45 Samantekt ráðstefnu. Ragnhildur Freysteinsdóttir og Pétur Halldórsson, ritarar. 
14:45-14:50 Næsta fagráðstefna. Fulltrúi Vestfjarða
14:50-15:00 Ráðstefnulok.

 
 

Ráðstefnugögn verða afhent þriðjudaginn 10. mars kl. 16:00-18:00 eða miðvikudaginn 11. mars kl. 8:30-9:00. Er skógarfólk hvatt til að mæta á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 4. mars á netfanginu hraundis@vestskogar. Við skráningu þarf að taka fram:
• Hvort gist er í eina eða tvær nætur.
• Hvort gist er í eins eða 2ja manna herbergi.
• Á hvaða stofnun og kennitölu reikningur á að fara.
• Hvort viðkomandi hugsi sér að taka þátt í kvöldverði á Landnámssetri á þriðjudagskvöldið.

Ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Borgarnesi. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins, en ráðstefnugjald verður innheimt af Vesturlandsskógu.

Kostnaður:

Ráðstefnugjald kr. 6000.- 
Ráðstefnugjald fyrir nemendur kr. 0.-

Gisting og matur: 

Gisting tvær nætur og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 25.500.- 
Gisting eina nótt og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 19.500.- 
Gisting tvær nætur og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 30.500.- 
Gisting eina nótt og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 24.500.- 
Matur án gistingar 11. og 12. mars kr. 11.500.- 
Kvöldverður í Landnámssetri 10. mars (hlaðborð)  kr. 4.950.- 

 

Skipuleggjendur eru:
• NordGen Forest: Kjersti Bakkebø Fjellstad, Skúli Björnsson og Úlfur Óskarsson.
• Vesturlandsskógar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður undirbúningsnefndar, Hraundís Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson.
• Rannsóknarstöð skógræktar : Aðalsteinn Sigurgeirsson.
• Skógrækt ríkisins: Þröstur Eysteinsson og Valdimar Reynisson.
• Skógfræðingafélag Íslands: Rakel Jónsdóttir. 
• Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni Diðrik Sigurðsson og Björgvin Eggertsson. 
• Landssamtök skógareigenda: Hrönn Guðmundsdóttir.
• Skógræktarfélag Íslands: Einar Gunnarsson

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fræðsla

Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni, gróðurvist í þéttbýli, trjáfellingar og grisjun með keðjusög, plöntuval fyrir garða og græn svæði og val og samsetningu tegunda í skjólbeltum.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans (hér).

Opinn fundur: Hver er ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum?

Með Fundir og ráðstefnur

Í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar mun Landsvirkjun standa fyrir röð opinna funda, um ýmis málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Þann 4. mars verður opinn fundur í Gamla Bíói kl. 14-17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurshúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Allir velkomnir!

Dagskrá:
Hlutverk Landsvirkjunar í loftslagsmálum – Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða? – Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
Uppgræðsla lands – Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins
Breytum lofti í við kolefnisbinding með skógrækt – Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell – Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands
Skógrækt undir merkjum Kolviðar – Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri
Mýrviður – loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi – Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
Endurheimt votlendis – Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands

Umræður

Fundarstjóri er Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun.

Skráning á heimasíðu Landsvirkjunar – http://50ar.landsvirkjun.is/fundir/hver-er-abyrgd-fyrirtaekja-i-loftslagsmalum/

„Ask veit ek standa…“ – Málþing um trjágróður í þéttbýli

Með Fundir og ráðstefnur

Garðyrkjufélag Íslands (GÍ) og Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra (SAMGUS) standa fyrir málþingi um trjágróður í þéttbýli föstudaginn 27. febrúar, kl. 10:00-15:00 og er það haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin).

Fundarstjóri er Þuríður Backman, formaður Garðyrkjufélags Íslands.

Dagskrá – með fyrirvara um breytingar:

9:30-10:00 Skráning
Kaffisopi og spjall
10:00 Setning
Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar og formaður SAMGUS. 
  Trjágróður í borg og bæ
Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnastjóri GÍ.
Með trú og dirfsku brautryðjandans hafa orðið gífurlegar breytingar á gróðurfari í þéttbýli. Í erindi þessu verður hugað að mörgu áhugaverðu sem fyrir auga ber þegar gengið er um í borg og bæ.
  Rótlaust tré stendur ekki stöðugt – um tré og skipulagsmál
Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Í erindinu er fjallað um stöðu trjáa í síkviku skipulagsumhverfinu og velt vöngum yfir gildi trjáa í borgarumhverfi. Greint verður frá nýlegum niðurstöðum íbúakannanna sem draga fram áhyggjur íbúa af grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Komið verður inn á fjórðu víddina – tímann, sem lykilatriði í vexti trjánna sem borganna.
  Trjáræktarstefna Reykjavíkur
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg.
Kynnt verður stefna Reykjavíkurborgar í trjáræktarmálum sem samþykkt var í borgarstjórn þann 19. nóvember 2013.
  Ástand götutrjáa, skemmdir, hættur og leiðir til úrbóta
Magnús Bjarklind, skrúðgarðyrkjutæknir hjá EFLU ehf.
Fjallað verður um ástand götutrjáa, m.a. í Reykjavík. Hverjir eru helstu skaðvaldar og mögulegar hættur af völdum núverandi ástands. Einnig fjallað um nýjar leiðir í ræktun trjágróðurs við erfið skilyrði, m.a. takmarkað rótarrými.
12:00 Matarhlé
Boðið verður upp á súpu, brauð og grænmeti á staðnum. Innifalið í þátttökugjaldi. 
12:45 Fágæt og merkileg tré í Reykjavík
Einar Ó. Þorleifsson og Björk Þorleifsdóttir.
Fjallað verður um söguleg og fágæt tré í Reykjavík. Mikilvægi trjánna og gildi í borgarumhverfinu ásamt verndargildi. Skrásetning og fræðsla.
  Skógurinn í borginni og borgin í skóginum
Gústaf Jarl Viðarsson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Fjallað verður um borgarskóginn, útbreiðslu trjágróðurs í Reykjavík, skógræktarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu og þá þjónustu sem trén í borginni veita íbúum.
  Götutré, borgarskógrækt og val á trjátegundum
Samson Bjarnar Harðarson, lektor við LBHÍ og verkefnisstjóri Yndisgróðurs.
Líf trjáa í borgum er hættuspil. Borgartré lifa oft við erfiðar aðstæður, mengun, salt af götum, lítið rótarrými og þeim stendur stöðug hætta af skemmdarvörgum, bílum, byggingarframkvæmdum og misviturlegum stjórnsýsluákvörðunum. Í erindinu verður fjallað um viðmið um val á trjátegundum í borgarumhverfi.
  Markmið um trjágróður í Garðabæ
Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar.
Kynnt verða markmið um trjágróður í Garðabæ sem umhverfisnefnd setti og samþykkt var í mars 2014, fræðslu til íbúa um trjágróður á lóðum og árlega könnun trjágróðurs á lóðamörkum.
14:45 Samantekt og fundarslit.

 

Bókakaffi
Að loknu málþingi geta þátttakendur fengið sér kaffi og kynnt sér mikið úrval bóka um trjágróður sem Garðyrkjufélagið er með í sölu, að ógleymdu bókasafni félagsins.

Skráning á málþingið er á netfanginu gardyrkjufelag@gardurinn.is . Verð kr. 8.000. Hádegisverður innifalinn. Verð fyrir námsmenn: kr. 6.000.
Fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem senda marga starfsmenn á málþingið er boðið upp á að fjórði hver þátttakandi sé ókeypis.

Fuglavernd: Fuglarnir í garðinum heima – námskeið ætlað börnum

Með Ýmislegt

Laugardaginn 7. febrúar kl 11:00 – 12:00 verður haldið námskeið á vegum Fuglaverndar og Garðyrkjufélags Íslands um garðfugla. Er námskeiðið haldið í Síðumúla 1 í Reykjavík. Steinar Björgvinsson fuglaskoðari ætlar að fræða börn um hvernig á að fóðra smáfugla í garðinum að vetri til eins og t.d. skógarþresti, snjótittlinga og svartþresti. Steinar sýnir börnunum myndir af garðfuglum, kennir þeim hvernig hægt er að búa til fuglafóður og segir þeim frá hvað fuglar vilja helst éta. Þá verður hugað að hvar best er að skilja fóðrið eftir svo kettirnir nái síður til fuglanna. Einnig verður sagt frá heppilegum hreiðurkössum, fuglaböðum og fleiru.

Foreldrar og aðrir aðstandendur barna eru hvött til að mæta með börnin á fugladag barna og fræðast um þá göfugu iðju að fóðra fugla. Þegar vetrarhörkur ríkja eiga fuglar erfiðara með að finna sér fæðu. Lífsbaráttan er hörð og þeir því oft háðir matargjöfum og þá er gott að eiga sér vin sem færir þeim fóður.

Aðgangur er frír.

fuglavernd  barnanamskeid

Auðnutittlingur sem hefur verið lengi í fóðrum í garði ljósmyndarans Arnars Óskarssonar á Selfossi.

Samningur um birkikynbætur undirritaður

Með Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands, Skógrækt ríkisins og Garðyrkjufélag Íslands undirrituðu samning þann 3. febrúar um frærækt og viðhaldskynbætur á birkiyrkinu ´Emblu´.
Birkikynbætur hófust með formlegum hætti innan samstarfshóps sem kenndi sig við Gróðurbótafélagið snemma árs 1987, en þar í voru fulltrúar frá Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Garðyrkjufélags Íslands, Garðyrkjuskóla ríkisins og Gróðrarstöðvarinnar Mörk, auk áhugamanna um bætt erfðaefni til garðyrkju og skógræktar í landinu. Árangur þess starfs er yrkið Embla, sem hefur reynst jafnbesta yrkið sem völ er á til ræktunar á innlendu birki í landinu. Fjallað var um upphaf verkefnisins og tilurð yrkisins í grein í Skógræktarritinu árið 1995.

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hefur frá upphafi stýrt verkefninu sem hefur orðið hvatning til margvíslegra annarra verkefna sem lúta að erfðafræði íslenska birkisins. Í ljósi þeirrar þekkingar sem fékkst í framkvæmd þessa verkefnis var ákveðið árið 2009 að halda áfram kynbótum birkisins að mestu innan erfðamengis Emblu, með nokkrum viðbótum. Einnig að tryggja framtíðarskipulag um frærækt og áframhaldandi bötun yrkisins með formlegum hætti. Í því augnamiði var ákveðið að Skógræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands yrðu rétthafar yrkisins og bæru formlega ábyrgð á því en Þorsteinn ynni áfram að kynbótunum í umboði þessara félagssamtaka.

Garðyrkjufélag Íslands, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslusjóður, Framleiðnisjóður og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum. Miklu munar um þátttöku Gróðrarstöðvarinnar Markar sem hefur veitt verkefninu mikinn stuðning og aðstöðu frá upphafi. Skógrækt ríkisins lagði til aðstöðu á Mógilsá. Þá hefur Skógrækt ríkisins einnig lagt verkefninu til mikilvæga fræræktaraðstöðu frá vordögum 2013 í gróðurhúsi á Tumastöðum í Fljótshlíð og vinnu við alla umönnun trjánna í fræræktinni. Öll vinna Þorsteins og annarra aðstandenda verkefnisins hefur verið framlag þeirra.

Samningurinn tryggir að áfram verði unnið að kynbótum á íslensku birki og eykur möguleika trjáræktenda á að fá til ræktunar úrvalsbirki sem er bæði harðgert, beinvaxið og hraðvaxta. Skógrækt ríkisins sér um frærækt hins kynbætta birkis og miðlun fræsins til ræktenda.

birkikynbaetur

F.v. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Þuríður Bachmann, formaður Garðyrkjufélags Íslands og Jón Loftsson skógræktarstjóri við undirritun samningsins.

Auglýst eftir erindum á Fagráðstefnu skógræktar

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður þemadagur undir yfirskriftinni „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“ og er dagurinn haldinn í samstarfi við Nordgen, sem er norræn stofnun um varðveislu og rannsóknir á erfðaauðlindum.

Seinni dag ráðstefnunnar verður boðið upp á erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd og auglýsir undirbúningsnefnd nú eftir erindum fyrir þennan hluta ráðstefnunnar. Miðað er við að erindi séu 15 mínútur og svo gefist 5 mínútur til fyrirspurna. Einnig er auglýst eftir veggspjöldum.

Áhugasamir fyrirlesara hafi samband við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur (sigga@vestskogar.is) eða Hraundísi Guðmundsdóttur (hraundis@vestskogar.is) hjá Vesturlandsskógum eða Aðalstein Sigurgeirsson (adalsteinn@skogur.is) á Mógilsá, fyrir 23. janúar.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, gistingu og verð koma í lok janúar.