SNORRI SIGURÐSSON:
Fáein orð um Alaskalúpínu
Árið 1945 gerði Hákon Bjarnason sér ferð til Alaska
m.a. til þess að safna trjáfræi. Jafnframt safnaði hann
nokkrum runnum og jurtum á sömu slóðum. Meðal
þeirra var lúpínutegund ein (L. nootkatensis), sem hér
hefur verið kölluð Alaskalúpína. Í heimkynnum sínum í
Alaska er tegund þessi algeng, t.d. í strandhéruðunum,
þar sem hvarvetna má sjá hana í stórum breiðum milli
skógarjaðars og fjöruborðs.
Hér á landi var Alaskalúpínan fyrst reynd á
Þveráraurum í Fljótshlið. Þar var sett upp girðing, en
tilgangslaust er að reyna ræktun hennar á ógirtu landi,
því sauðfé nagar hana alveg niður í rót.
Lúpínan hefur reynst auðveld í ræktun og er nú algeng
í mörgum skógræktargirðingum
22
í öllum landshlutum. Henni hefur verið plantað eða sáð í
örfoka land eða lítt gróið land, þar sem innlendum gróðri
hefur reynst erfitt að breiðast út af sjálfsdáðum.
Alaskalúpínan nær ekki fullum þroska fyrr en á þriðja
sumri, og byrjar hún þá að bera blóm og þroskað fræ, en
eftir það ber hún fræ árlega. Blómgunartími hennar er
um miðjan júnímánuð og fræfall hefst í lok júlímánaðar
og heldur áfram allt fram til byrjun október. Þar sem fræ
lúpínunnar eru tiltölulega stór og þung, komast þau ekki
ýkja langt frá móðurplöntunni, en vindar og vatn hjálpa
til við dreifingu plöntunnar.
Fyrir marga kosti er lúpínan eins og aðrar belgjurtir
eftirsóknarverð. Rætur hennar ná djúpt í jörðu, og fyrir
þá sök flytur hún steinefni úr neðri lögum jarðvegsins
upp á yfirborðið. En stærsti kostur lúpínunnar, sem og
annarra belgjurta er sá, að hún getur með aðstoð baktería,
sem safnast í rætur hennar, notað sér köfnunarefni
loftsins. Þegar ræturnar fúna í jarðveginum, fær hann
aftur þau efni, sem plantan hefur frá honum tekið, og auk
þess köfnunarefni það, sem plantan hefur fengið úr
loftinu. Jarðvegurinn verður þannig frjórri og myldinn.
Af öðrum kostum lúpínu má nefna, að þar sem lúpína
vex þétt tímgast ánamaðkur ört og hunangsflugum
fjölgar mjög.
Þar sem töluverð spurn hefur verið eftir lúpínu, og að
nægilegt fræ fæst nú ár hvert, þykir ástæða til að
leiðbeina fólki um fjölgun hennar. Hér á eftir verður
drepið á það helsta í því sambandi.
Fræ lúpínunnar spírar yfirleitt mjög vel. En þar sem
fræskurnið er hart, liggur fræið oft sumarið yfir án þess
að spíra. Til þess að flýta fyrir spírun er fræið lagt í bleyti
nokkurn tíma fyrir sáningu. Tímabært er að sá því, þegar
fræin fara að opnast.
Fræinu má annað hvort sá í beð eða beint í ógróið
land, en skjótustum árangri er náð með því að planta
lúpínunni.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34,35,...83