Sitkagreni við Suðurgötu í
Reykjavík. - Kvæmi:
Pigot Bay. Plantað 1952 og er
myndin tekin árið eftir.
UPPELDI.
Uppeldi sitkagrenis í gróðrarstöðvum er snöggt um
erfiðara og meiri vandkvæðum bundið en annarra
trjátegunda. Kemur þar fyrst til, að fræin eru lítil og
ungviðið viðkvæmt, en að auki er plöntum á fyrsta ári
mjög hætt við kali, einkum á haustin. Afföll geta því oft
orðið mikil þegar illa árar. Hér á landi hefur það ráð
verið upp tekið fyrir mörgum árum, að sá öllu sitka-
grenifræi undir gleri. Með því móti má verja sáð-
plönturnar fyrir hrakveðrum og þær verða miklu
þroskaðri en ella að haustlagi og því auðveldara að verja
þær holklaka yfir veturinn. Á allra síðustu árum hefur
plast komið æ meira í stað glers, og vænta má að allt
uppeldi verði brátt eingöngu í plasthúsum.
Sitkagreni er yfirleitt ekki hætt við sveppasjúkdómum
í gróðrarstöðvunum, en þó kemur
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
Sitkagrenið við Suðurgötu.
Reykjavík.
Ljósm.: V. Sigtr. '70.
17
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...83