Sitkagreni á öðru sumri.
Ljósm.: V. Sigtr. '70.
Sitkagreni fer að bera fræ úr því að það er 20-30 ára,
og eru 3-5 ár milli blómgunarára. Fræfallið eykst eftir
því sem trén eldast og fræþroskinn verður betri. Fræin
eru lítil, miklu minni en rauðgrenifræ, og eru um 450
þúsund fræ í hverju kg. Er þetta m.a. orsök þess, hve
uppeldi sitkagrenis er miklu erfiðara en rauðgrenis, þar
sem sitkagreniplönturnar hafa minna veganesti frá
móðurinni.
Þar sem sitkagreni og hvítgreni mætast á Ken-
aiskaganum í Alaska víxlfrjófgast þau, og þar eru
kynblendingar þessara trjátegunda á stóru svæði. Eins
hafa fundist kynblendingar af sitka og blágreni
norðarlega í British Columbia, þar sem þessar tegundir
mætast á litlu svæði. Þá hafa menn og æxlað saman
rauðgreni og sitkagreni. Kynblendingarnir hafa oft ýmsa
kosti eða eiginleika, sem hafa má gagn af.
INNFLUTNINGUR FRÆS.
Sitkagrenifræi var sáð hér á landi á fyrstu árum
aldarinnar, en þær sáningar hafa mistekist með öllu, því
ekki eru til nein sitkagrenitré frá þeim tíma. Á árunum
milli 1920 og 1930 var lítið eitt flutt inn af
sitkagreniplöntum til ræktunar í görðum. Þessar plöntur
komu einkum úr gróðrarstöð skógræktarfélagsins í
Berg-
16
en, en eitthvað kom frá Danmörku. Til eru nokkur tré frá
þessum tíma í Reykjavík og nágrenni, en flest er nú
glatað og gleymt um uppruna þeirra.
Eftir 1932 var reynt að afla sitkagrenifræs frá þeim
stöðum í Alaska, sem ætla mátti samkvæmt
veðurskýrslum að hefðu svipað veðurfar og hér er um
sunnanvert landið. Fyrst var leitað til Noregs, því að
forstöðumaður skógtilraunastöðvarinnar í Bergen, Anton
Smitt, hafði farið til Alaska árið 1918 og aflað fræs af
ýmsum tegundum trjáa, sem talið var að henta myndu á
vesturströnd Noregs. Anton Smitt reyndist okkur
hollráður og útvegaði okkur nokkuð af fræi og plöntum,
en hávaðinn af því, sem hann hafði undir höndum, var af
of suðrænum stofni að okkar dómi.
Fyrir því var ekki um annað að ræða en að leita til
skógstjórnarinnar í Alaska. Eftir langar og ýtarlegar
bréfaskriftir fóru að berast hingað smá fræsendingar, en
það var fyrst haustið 1940 að töluvert fræmagn kom
hingað og eins árið eftir. Haustin 1943 og 1944 fór
Vigfús Jakobsson til Alaska og safnaði fræi, og árið eftir
fór ég þangað ásamt Vigfúsi, sem þá var við
skógræktarnám í Seattle. Var fræi safnað á ýmsum stöð-
um við Prince William Sound og á Kenaiskaga í þessum
ferðum. Og enn fór Vigfús til Alaska haustið 1947 í
sömu erindagerðum. Í þessum ferðum var safnað miklu
magni af fræi, sem entist fram að 1950. En sakir
kunnáttuleysis og óviðráðanlegra atvika fór allmikið
fræmagn í súginn, og því fór Einar G. E. Sæmundsen til
Alaska haustið 1950 og kom heim með mikið af fræi frá
Montague eyju. Eftir þetta var hætt sjálfstæðum
söfnunarferðum til Alaska þar sem fræverslun í Seattle
bauðst til að taka að sér söfnun fyrir okkur á þeim
stöðum, sem við æsktum. Árið 1951 var keypt nokkuð
fræ af Jóni H. Björnssyni, sem hann og bróðir hans höfðu
safnað á Kenaiskaga. Haustið 1958 fór Ágúst Árnason í
fræsöfnunarferð til Alaska á vegum Manning Seed
Company en að undirlagi okkar, og náði hann í nokkurt
magn, er við keyptum af fræversluninni.
Allt frá 1952 hefur Manning Seed Company annast
söfnun fyrir okkur í Alaska uns verslunin hætti fyrir 3
árum. En síðan hefur Silvaseed Company, sem rekið er
af fyrri starfsmönnum hins félagsins, tekið að sér
fræsöfnun í Alaska.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,...83