HÁKON BJARNASON:
Um sitkagreni
YFIRLIT.
Sitkagreni hefur verið ræktað hér í röska fjóra áratugi,
en framan af aðeins sem garðtré. Reynslan af því sem
skógartré er ekki nema um tuttugu ár. Samt sem áður
gefur hún góð fyrirheit um ræktun þess, og er því
tímabært að skýra ofurlítið frá henni.
Þrátt fyrir skaða þá, sem urðu á sitkagreni víðs vegar á
Suðurlandi í apríl 1963 eftir löng vetrarhlýindi, er það æ
betur að koma í ljós, að þessi trjátegund vex og þrífst
betur en aðrar allt frá Hornafirði og vestur að
Ísafjarðardjúpi.
Fram að þessu hefur lítið verið skrifað um sitkagrenið.
Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands eru stuttar greinir og
lýsingar á sitkagreni árin 1939,1943, 1957 og 1964, en
þá er að mestu upp talið, sem um það hefur verið skrifað.
Sitkagreni vex á Kyrrahafsströnd Norður Ameríku frá
Californíu til Alaska, og er sú strandlengja nærri 4000
kílómetrar á lengd. Á suðurhluta útbreiðslusvæðisins
vex það sjaldan meir en 40-50 km. frá sjó, en norðar nær
það sumsstaðar um og yfir 100 km. frá sjó. Í Alaska vex
það á ystu hólmum og eyjum, og sýnir þetta að tegundin
bæði þolir og þarf sjávarloft til að þrífast.
Sitkagreni er stórvaxnasta grenitegund heims, og nær
það mestum þroska í Washington og á Queen Charlotte
Island. Hæsta sitkagreni, sem mælst hefur, var yfir 95
metrar á hæð og nærri 5 metrar í þvermál Við Point
Pakenham, sem er aðeins 30 km. sunnan við norðurmörk
grenisins, mældi ég 40 m hátt tré, sem var 1,7 m í
þvermál í mannhæð frá jörðu. Aldur þess var milli 400
og 450 ár. Annars er hámarksaldur sitkagrenis talinn um
700 ár.
Í Alaska vex sitkagrenið allt upp í 600 m hæð í
suðausturhluta landsins en ekki nema upp í 200-300 m
hæð er vestar og norðar dregur. Þar vex það víða fyrir
opnu hafi og er furðu stormþolið. Sitkagreni er hvergi
nærri eins vandlátt hvað jarðveg snertir og t.d. rauðgreni.
Það þrífst best í gljúpum og frjóum jarðvegi, þar sem
ferskur raki er, og þar vex það
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
hratt, en hinsvegar getur það lifað í margskonar jörð, en
þá verður vöxturinn auðvitað eftir því. Þó fer það hvergi
út á mýrar þar sem vatnsuppistaða er. Þegar nálarnar eru
langar og mjúkar og stinga lítið líður trénu vel, og kemur
það einnig fram á lengd árssprotanna. Nálarnar geta líka
haft eðlilega lengd en verið stinnar og stingandi og ber
það þá vott um skort á loftraka. Séu þær hinsvegar bæði
stuttar og stinnar skortir tréð bæði raka og næringu, enda
verða þá árssprotarnir styttri en ella.
Útbreiðsla sitkagrenis, Picea sitchensis. Harlow and
Harrar 1941.
15
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...83