63.
Björk í Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði.
64.
Reynir í Hvammshreppi (Mýrdal), Vestur-
Skaftafellssýslu (einnig Reynishólar, Reynis-
hjáleiga, Reynisholt, Reynisdalur).
65.
Reynivellir í Kjósarhr., Kjósarsýslu.
66.
Reynivellir í Suðursveit, A.-Skaft.
67.
Reynikelda í Skarðsstrandarhr., Dalasýslu.
68.
Reynifell í Rangárvallahr., Rangárvallas.
69.
Reynistaður, Staðarhreppi, Skagafirði. (Sleppt er
ýmsum bæjarnöfnum með reyni þar sem það er
sennilega dregið af akurrein).
VIII. Bæir kenndir við kol.
70.
Kolgrafir í Eyrarsveit (Kolgrafarfirði), Snæ-
fellsnesi (einnig Kolgrafasel).
71.
Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.
72.
Kolviðarnes í Eyjahreppi, Hnappadalss.
73.
Kolviðarhóll í Ölfushreppi, Árnessýslu.
74.
Kolsholt í Villingaholtshr., Árness. (einnig
Kolsholtshellir).
75.
Kolslækur í Hálsahreppi, Borgarfjarðar-
sýslu.
76.
Kolmúli í Reyðarfirði, S.-Múl.
77.
Kolgerði í Grýtubakkahreppi, S.-Þing.
78.
Kolastaðir í Hvítársíðuhreppi, Mýras.
79.
Kolsstaðir í Miðdalahreppi, Dalasýslu.
80.
Kolsstaðir (eða Kollsstaðir) í Vallahr., S.-Múl.
(einnig Kolstaðagerði).
81.
Kolugil í Þorkelshólahr., V.-Hún. (Ekki tekið með á
kortið, enda líkl. ekki kennt við kol heldur kolu
(ljóstæki).
Eflaust hefði mátt tína til fleiri nafnliði, sem heimfæra
mætti undir skóg eða tré eða trjáheiti. Hér er þó viljandi
gengið fram hjá nöfnum, sem fela í sér nafnliðina fura,
greni, ösp, askur, víðir, einir. Tvö þau fyrstnefndu má
ætla að eigi eingöngu við rekavið, enda eru þau aðeins
við sjávarsíðuna (sama er og líkl. um nafnið Asparvík á
Ströndum), en hin síðari vitna aðeins um tilveru
viðkomandi runna, og geta verið óháð skógi eða
birkikjarri. Ekki hefur heldur verið reynt að ná í allar
samsetningar af orðum eins og lundur eða mörk, en þær
virðast reyndar vera fremur fágætar í bæjarnöfnum. Loks
eru nokkrir nafnliðir, sem ætla má að hafi einhverntíma
merkt skóg, t.d. holt, teigur, völlur, en ósannað er hvort
svo var, eftir að landið byggðist.
14
Heiti úr viðarlíffræði
Fyrir skömmu var gefinn út í Reykjavík fjölritaður
bæklingur „Heiti úr viðarlíffræði“, sem tekinn er saman
af Haraldi Ágústssyni kennara.
Heiti bæklingsins gefur til kynna, að í honum er að
finna á íslensku máli algengustu heiti í viðarlíffræði. Við
samningu hans studdist Haraldur aðallega við
„Multilingual glossary of terms used in Wood
Anatomy“, sem eru skýringar á hugtökum úr
viðarlíffræði á sjö tungumálum, samin af „Committee on
Nomenaclature International Association of Wood Ana-
tomists“.
Bæklingnum er skipt í þrjá kafla: Íslenskt - enskt
orðasafn, enskt - íslenskt orðasafn og skýringar á
hugtökum og er þeim raðað eftir stafrófsröð.
Menntamálaráðuneytið veitti styrk til útgáfunnar.
Þýðing á orðum og hugtökum úr erlendum
tungumálum er vandasamt verk, ekki síst þegar lítið er
unnt að styðjast við daglegt ísl. mál. Hér skal ekki um
það dæmt hvernig Haraldi hefur tekist til og mun
reynslan, eins og jafnan áður skera úr um hvað lifir og
deyr af nýyrðunum. En útgáfa bæklingsins kemur í góð-
ar þarfir, því að hér hefur alveg skort íslensk heiti á
flestum þeim hugtökum, sem þessi fræði fjalla um. Þeir,
sem hefðu áhuga á að eignast bæklinginn geta snúið sér
til höfundar, en heimilisfang hans er Brávallagata 20
Rvík.
Þess má geta, að höfundur bæklingsins hefur um mörg
ár kynnt sér viðareiginleika fjölmargra trjátegunda og er
hann allra manna fróðastur um það efni hér á landi.
Hefur hann m.a. komið sér upp álitlegu safni
viðarsýnishorna og er þar að finna fjölmörg sýni, sem
safnað hefur verið frá stöðum víðsvegar um heim. Mun
láta nærri að í safni Haralds séu nú um 1370 viðarsýni og
mun safn hans vera eitt stærsta trjáviðarsafn á
Norðurlöndum. Allt þetta hefur kostað Harald mikla
vinnu og fyrirhöfn, og hefir hann unnið að þessu í
tómstundum af einstakri natni og áhuga.
Sn.Sig
.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
1...,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 17,18,19,20,21,22,23,24,25,26,...83