frávik og tilfærslur eru þó frá þessari reglu. Þannig eru
sveitirnar umhverfis innanvert Ísafjarðardjúp nú mikið
vaxnar skógi eða kjörrum, en á því svæði finnst ekkert
skógbæjarnafn. Þá er og mikið af kjarri í Arnarfirði og í
Barðastrandarsýslu, en skógbæjarnöfn fá. Sérkennileg
tilfærsla á sér stað á Suðurlandi. Þar eru örnefnin flest í
lágsveitum, en núverandi skógar eru aðallega í
miðsveitum og efri sveitum. Loks er áberandi misræmi
milli skógarbæja og núverandi skóga í Eyjafjarðarsýslu.
Í Eyjafirði vill þó svo til, að allgóðar heimildir eru
tiltækar um skóga í því héraði fram eftir öldum, og er því
ekki ástæða til að gera mikið úr misræminu þar. Svo mun
og reynast víðar, þegar heimildir verða kannaðar, og
styrkir þetta þá kenningu, að tilvera skógbæjanna vitni
um tilveru skóganna á landnámstíð. Hitt er annað mál,
hvort vöntun skógnefna afsannar tilveru skógarins. Til
þess bendir þó hið furðulega samræmi, sem kortin sýna
hvað snertir Húnaþing, Skagafjörð og Strandir, svo og
Norðausturland, en þar má yfirleitt segja, að hvorki séu
skógar né skógnefni. (Í Steingrímsfirði og Bjarnarfirði er
þó lágt kjarr, og sömuleiðis á smáblettum á NA-landi).
Einhver kann nú að halda, að þessi niðurstaða sýni
aðeins það, að skógbæjanöfnin séu orðin til á síðari
öldum, eftir að skóginum var að verulegu leyti eytt.
Þessum mótbárum verður ekki auðveldlega neitað, nema
með nákvæmri rannsókn á aldri viðkomandi örnefna.
Slík rannsókn kostar mikla heimildakönnun, sem ekki er
á mínu færi að gera, en sjálfsagt verður það einhvern
tíma gert af öðrum. Lausleg athugun á skógbæjanöfnum
í Íslendingasögum, leiðir þó í ljós að mikill hluti þeirra
hefur hlotið nafn sitt, a.m.k. á þeim tíma, er sögurnar
voru almennt ritaðar, þ.e. á 13. öld, og virðist þá varla
ástæða til að ætla, að þau séu ekki talsvert eldri, og
sjálfur er ég sannfærður um að svo sé.
Niðurstöður þessara athugana sýna, m.a., að landið er
misjafnt, hvað snertir skilyrði til skógvaxtar, svo að á
allstórum svæðum á NA- og NV- hornum landsins, þrífst
birkiskógur ekki í meðalárferði, og nær a.m.k. ekki þeim
þrifum, að geta kallast skógur, enda þótt sömu tegundir
nái þar fótfestu. Þetta er reyndar í allgóðu samræmi við
niðurstöður veðurmælinga á síðari áratugum, svo og
almenna reynslu í tilraunum með
12
skógrækt. En þær sýna jafnframt það sem merkilegra er,
að erfitt reynist að útrýma skóginum til fulls, á þeim
stöðum sem hann hefur hvað best skilyrði hér á landi.
Gott dæmi um það eru þingeysku skógarnir, sem um
1800 virðast hafa verið eyddir að mestu leyti, en hafa
síðan vaxið upp og orðið meðal fegurstu skóga landsins,
sumir án þess að nokkuð væri fyrir þá gert. Í
Eyjafjarðarsýslu hefur útrýmingin að vísu tekist að
mestu leyti, en þó ekki meira en svo, að enn leynast víða
hríslur í giljum og klettum, og sumsstaðar jafnvel lifandi
rætur í jarðvegi. Sama er að segja um Fljótsdal, norðan
Lagarfljóts, Fljótshlíð o.fl. staði.
Á útskögum á NV.-, N.- og Austurlandi, er víða
einkennilegt skríðandi birkikjarr, sem ég hef kallað
skriðbirki. Ekki virðist þetta kjarr þó vera sérstök
birkitegund, heldur miklu fremur blanda af mörgum
smátegundum, sem sumar hafa svipaða blaðgerð og
skógbirkið. Ég hef áður látið í ljósi þá skoðun, að þetta
skriðbirkikjarr muni vera leifar hins upprunalega kjarrs,
sem óx á þessum stöðum, ef til vill lítið breytt frá því,
sem það var á Landnámsöld. Svipað kjarr má og finna
víða á efstu skógarmörkum, svo og á stórum svæðum á
Suður- og Vesturlandi. Má vera að það kjarr sé einnig
upprunalegt, þótt það verði ekki fullyrt hér. Sé það rétt,
hafa skógarnir á Suður- og Suðvesturlandi verið að
miklu leyti kjörr á almennan mælikvarða.
BÆJARNAFNASKRÁR.
I. Bæir, sem heita Skógar eða Skógur.
1.
Skógar í Auðkúluhreppi (Arnarfirði), Vest-
ur-Ísafjarðarsýslu (eyðibýli).
2.
Skógur á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu.
3.
Skógar
í
Reykhólahreppi
(Þorskafirði),
Barðastrandarsýslu.
4.
Skógar í Fellsstrandarhr., Dalasýslu.
5.
Skógur í Miðdalahreppi, Dalasýslu (einnig
Stóri-Skógur, Miðskógur og Skógskot).
6.
Skógar í Kolbeinsstaðahreppi, Hnappadalssýslu
(Ytri- og Syðri-Skógar).
7.
Skógar í Stafholtstungnahreppi, Mýrasýslu (Litlu-
og Stóru-Skógar).
8.
Skógar í Reykholtshreppi (Flókadal), Borg-
arfjarðarsýslu.
9.
Skógar í Laugardalshreppi, Árnessýslu (líklega
nýbýli)? (ekki merkt á kortið).
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...83