Sú heildarmynd, sem fá má af dreifingu örnefnanna,
virðist því vera eitthvað á þessa leið: Í innsveitum
Breiðafjarðar og Faxaflóa hefur verið mikill skógur, sem
víða hefur teygt sig allt til sjávarins. Á sunnanverðum
Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Reykjanesskaga, hefur
einnig víða verið skógur eða skógarkjarr, líklega ekki
ósvipað því, sem þar finnst á nokkrum stöðum enn í dag.
Ysti hluti nesjanna hefur þó verið að mestu skóglaus á
þessu svæði, en lágt skriðkjarr má hafa þrifist þar. Allt
láglendi Suðurlands hefur að líkindum verið vaxið skógi,
en öfugt við Vesturlandið. er skógurinn þar þroskamestur
í lágsveitunum, niður við sjóinn, einkum vestantil. Neðri
hluti Rangárvallasýslu, einkum Landeyjarnar, hefur ef til
vill verið skóglítill, og í efri hlutanum kann sandfok að
hafa herjað á skóginn, einkum eftir að Heklugos hófust. Í
Vestur-Skaftafellssýslu hafa að líkindum verið skógar
hvarvetna þar sem jarðeldur eða jökulfljót náðu ekki að
granda honum, en sandar hafa þá eflaust verið minni en
nú. Svipað má segja um A.-Skaftafellssýslu, og syðri
hluta Austfjarða. Á nyrðri Austfjörðum hefur að lík-
indum verið kjarr. Á Fljótsdalshéraði hafa verið miklir
skógar, einkum á efra parti þess, en kjarr í útsveitum. Í
Jökuldal og Fljótsdal hefur skóg-
en í honum er Hallormsstaðaskógur),
Skógarströnd
á
Snæfellsnesi (sveitarheiti),
Þelamörk
í Eyjafirði (hluti af
Glæsibæjarhreppi),
Þórsmörk
í Rangárvallasýslu (hluti
af Fljótshlíðarhreppi). Það er athyglisvert að öll fjögur
skógsvæðanöfnin eru nálægt áðurnefndum miðsvæðum
skógbæjanna, eða jafnvel í miðju þeirra.
Skógheiti er víða að finna í örnefnum, og yrði of langt
upp að telja. Á flestum slíkum skógörnefnastöðum er
skógur eða kjarr enn í dag, og því má ætla að þau örnefni
segi ekki mikið um upprunalega skóga, fram yfir það
sem tilvera skóganna sjálfra segir. Nokkur skógnefni
vekja þó sérstaka athygli vegna staðsetningar sinnar, og
má þar nefna t.d. örnefnin
Brúarskógar
við Jökulsá á
Dal, ofanverða,
Smiðjuskógur
við Skjálfandafljót
ofanvert,
Skógarmannafjöll
á Mývatnsöræfum, og
Fitjaskógur (Hólaskógur, Bláskógur
o.fl.) við Þjórsá,
ofan við Búrfell. Allir þessir staðir eru nú skóglausir,
enda liggja þeir allir ofan við 300 m. h. sumir allt að 500
m. h. Þessir staðir hafa verið merktir inn á kortið sem
þríhyrningar. (Mynd 1. bls. 9).
10
urinn vaxið langt upp til fjallsins, líklega allt að 500 m
hæð.
Í Vopnafirði hefur einnig verið nokkur skógur í
innsveitum, en kjörr út með. Svæðið frá Vopnafirði að
Axarfirði hefur að líkindum verið skóglaust. þar með
talin Melrakkaslétta og Langanes, en líklega hefur verið
skriðkjarr á nokkrum stöðum á þessu svæði.
Á svæðinu frá Öxarfirði að Skagafirði hafa víða verið
miklir skógar, einkum í innsveitum, eins og þar eru
reyndar enn í dag. Einnig þar hefur skógurinn náð langt
inn til landsins og upp eftir hálendinu. Þannig hefur
svæðið milli Jökulsár á Fjöllum og Mývatnsfjalla,
sennilega verið klætt einhvers konar skógi, en það er að
meðaltali um 400 metra hátt yfir sjó. Þá hefur skógur
vaxið í öllum framdölum Bárðardals og við
Skjálfandafljót líklega inn að Kiðagili, en víðikjarr hefur
teygt sig enn lengra inneftir hálendinu. Í útsveitum hefur
allsstaðar verið kjarr, og líklega nokkur skógur í Fljótum.
Um Skagafjörð er erfitt að álykta, enda finnast þar
furðu fá bæjarnöfn eða önnur örnefni um skóga.
Sjálfsagt hefur meginið af hinu eggslétta láglendi
héraðsins verið skóglaust graslendi, þá eins og nú. Er
ekki ólíklegt, að það hafi laðað að sér landnámsmenn,
fyrst allra héraða á Norðurlandi, þar sem gnótt var af
beitar- og slægjulandi, en skógurinn ekki til trafala. Hafi
því héraðið snemma orðið fjölbyggt, og sá skógur sem
þar var fyrir, eyðst snemma af þeim sökum. Varla er þó
ástæða til annars en ætla að skógur hafi klætt hlíðar í
Skagafirði, og svo láglendið hið næsta þeim, og sjálfsagt
hafa dalirnir verið alvaxnir skógi, en í útsveitum hefur
verið kjarr, eins og við Eyjafjörð.
Í Austur-Húnavatnssýslu er aðeins einn bær, sem
vitnar um skóg, en það er eyðibýlið Mörk í Laxárdal.
Fleiri örnefni má finna í fjallaklasanum milli
Skagafjarðar og Langadals, sem vísa á skóga. Þá eru og
nöfnin
Kúluskógur
og
Tindaskógur,
við Svínavatn, sem
eindregið benda til skógar á því svæði, þótt þar finnist nú
engin hrísla. Af þessu má ætla, að austurhluti sýslunnar
hafi víða verið skógi vaxinn, eða a.m.k. dalirnir í
Skagafjallgarðinum, svo og líklega Langidalur,
Blöndudalur, Svartárdalur og Svínadalur. Í Blöndugili
sem er ofan við byggð, finnast enn nokkrar skógarleifar,
hinar einu, sem kalla má því nafni í Húnaþingi.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1970
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...83