Skógræktarfélag Íslands - page 1

FRÉTTABLAÐ SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS
27 árg. 2018 2. tbl.
Líf í lundi - #lifilundi
Nú í ár var í fyrsta sinn blásið til útivistar- og
fjölskyldudags undir merkinu
Líf í lundi
, sem hinir
ýmsu skógaraðilar hérlendis stóðu sameiginlega að.
Blásið var til viðburða í skógum laugardaginn 23. júní
og var markmiðið að fá almenning til að heimsækja
skóga landsins, stunda hreyfingu, njóta þess að vera
saman og upplifa skóga og náttúru landsins. Haldnir
voru nítján viðburðir um land allt, sem voru almennt
vel sóttir og heppnaðir, bæði nýir viðburðir sem og
rótgrónir skógarviðburðir eins og Skógardagurinn
mikli á Hallormsstað og Skógardagur Norðurlands.
Líf í lundi
deginum stóðu Skógræktarfélag Íslands
og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök
skógareigenda, í samvinnu við ýmis önnur félög
og stofnanir, meðal annars Garðyrkjufélag Íslands,
Grasagarð Reykjavíkur, Ferðafélag Íslands, Ásatrúar-
félagið og fleiri. Arion banki studdi við
Líf í lundi
daginn.
Stefnt er að því að
Líf í lundi
verði árlegur
viðburður, enda margir og fjölbreyttir skógar til víða
um land og því gott úrval af skógum fyrir hina ýmsu
viðburði!
(framhald á bls. 3)
Skógræktarfélag Garðabæjar og Skógræktarfélag Íslands minntust aldarafmælis fullveldis Íslands með
gróðursetningu Fullveldislundar í Sandahlíð í Garðabæ. Gróðursetjarar voru á öllum aldri, frá leikskólaaldri
upp í hátt í nírætt (Mynd: RF).
1 2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,...12
Powered by FlippingBook