Skógræktarfélag Íslands - page 1

FRÉTTABLAÐ SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS
26. árg. 2017 3. tbl.
Opinn skógur í Brynjudal
opnaður formlega
Skógurinn í Brynjudal í Hvalfirði var formlega
opnaður sem Opinn skógur laugardaginn 16.
september og er hann sextándi skógurinn semopnaður
er undir merkjumOpinn skógur verkefnisins. Í tilefni
opnunarinnar var efnt til hátíðardagskrár í skóginum
með skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Veðrið var ekki upp á sitt allra besta við
opnunina, en í skógarskjólinu skiptir það minna
máli en ella og nutu gestir útiverunnar. Hófst
hátíðardagskráin á því að Jónatan Garðarsson,
formaður Skógræktarfélags Íslands og Sigurður
M. Harðarson, umhverfisstjóri Icelandair Group,
klipptu á borða inn í skóginn og opnuðu hann þar
með formlega, en Icelandair Group er styrktaraðili
Opinna skóga. Að því loknu flutti Jónatan stutt
ávarp og því næst flutti Sigurður ávarp. Eftir það
tók við skemmtidagskrá í skóginum. Sirkus Íslands
kom og sló á létta strengi með gestum, sérstaklega
yngri kynslóðinni, en einnig gátu krakkar reynt
sig við þrautabraut sem búið er að koma upp í
skóginum.
(framhald á bls. 3)
Sigurður M. Harðarson, umhverfisstjóri Icelandair Group (t.v.) og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
klippa á borða og opna skóginn í Brynjudal formlega sem Opinn skóg (Mynd: Einar Gunnarsson).
1 2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,...16
Powered by FlippingBook