Skógræktarfélag Íslands - page 1

FRÉTTABLAÐ SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS
26. árg. 2017 2. tbl.
Ljóðasamkeppni Yrkjusjóðs 2017
Árið 1990 var bókin Yrkja gefin út í tilefni 60
ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi
forseta Íslands. Hagnaður af sölu bókarinnar,
ásamt öðrum framlögum, var settur í sjóð, sem
stofnaður var tveimur árum síðar, árið 1992. Sam-
kvæmt ósk Vigdísar var sjóðnum fengið það mark-
mið „að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á
grunnskólastigi á ári hverju“, eins og stendur í
skipulagsskrá hans. Hefur sjóðurinn sinnt því hlut-
verki alla tíð síðan og hafa hátt í hundrað skólar
sótt um plöntur til sjóðsins á hverju ári undanfarin
ár, fyrir um 6-8 þúsund nemendur. Sjóðurinn er
með eigin stjórn, en Skógræktarfélag Íslands hefur
umsjón með honum og fer með daglega starfsemi
hans.
Í tilefni þess að sjóðurinn fagnar í ár 25 ára
afmæli var ákveðið að Yrkjusjóður og Skógræktar-
félag Íslands myndu standa fyrir ljóðasamkeppni
meðal grunnskólabarna og var bréf með kynningu
á samkeppninni sent til allra grunnskóla landsins.
Þema samkeppninnar var
Skógurinn minn
og voru
verðlaun veitt í tveimur flokkum – miðstigi (5. – 7.
bekk) og efsta stigi (8. – 10. bekk).
(framhald á bls. 4)
Hluti verðlauna- og viðurkenningahafa í Ljóðasamkeppni Yrkjusjóðs 2017. F. v. Sana Salah Karim, Álfdís Jóhannsdóttir,
Breki Hlynsson, Sigurþór Árni Helgason, Kría Sól Guðjónsdóttir og Dagmar Ýr Eyþórsdóttir. Á myndina vantar Emelíu
Óskarsdóttur, sem var farin þegar myndin var tekin og Sóleyju Önnu Jónsdóttur, Leif Jónsson og Ástvald Mateusz Kristjánsson
sem gátu ekki mætt á verðlaunafhendinguna (Mynd: HE).
1 2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,...16
Powered by FlippingBook