Skíðagöngukort af Kjarnaskógi og Naustaborgum

Skíðabrautir kjarni 2 1024x725Nýtt skíðagöngukort hefur verið útbúið af Kjarnaskógi og Naustaborgum. Á kortinu sjást meginleiðirnar sem að jafnaði eru troðnar í skóginum. Lengd þeirra er samanlagt um tíu kílómetrar.

Rauður litur sýnir þær leiðir sem ávallt eru troðnar þegar nægur snjór er og aðstæður til að troða.

Ljósguli liturinn sýnir leiðir sem aðeins eru troðnar þegar mikill snjór er. Þessar leiðir er líka reynt að troða á stórhátíðum. Með þeim bætast 3,5 kílómetrar við troðnar skíðagöngubrautir í Kjarnaskógi og Naustaborgum.

Upplýsingar um hvaða leiðir eru troðnar frá degi til dags eru birtar á Facebook-síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga þá daga sem troðið er.

Skógræktarfélag Eyfirðinga á Facebook

 
Fleiri greinar...
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is