Fréttir
Jólatrjásala á Þelamörk

Næstkomandi laugardag og sunnudag, þe 17 og 18 desember, tökum við á móti fólki í skóginum á Laugalandi á Þelamörk.Þar getið þið  höggvið ykkar eigið jólatré og þegið rjúkandi skógarkaffi eða kakó þegar draumatréð er fallið.Trén kosta kr 6000, óháð stærð og við erum víst posalaus á svæðinu, þannig að reiðufé er æskilegt.

Velkomin í skóginnWink

 

 
skíðafæri
Og loksins kom snjórinn og bara þónokkuð af honum, það vantar pínu upp á að við getum búið til spor, en það fer væntanlega allt að bresta á.  Það er búið að troða á snjósleða trimmbraut, þverbraut og naustaleiðina og þeir áhugasömustu eru farnir að bera skíðin við, en snjórinn er frekar laus í sér enn þá
 
Nýr sveppur fannst á Miðhásstöðum síðasta sumar

28.11.2011

Í ágúst síðastliðnum þegar Guðríður Gyða sveppafræðingur brá sér í Miðhálsstaða skóg til að tína sér sveppi í matinn fann hún nýja sveppa tegund. Sveppur þessi heitir kornsúlungur og er sambýlissveppur með furu. Sem þýðir að sveppurinn vex á rótarkefi furunar og hjálpar furunni að ná næringu úr jarðveginum svo furan vex betur. Í staðin fær sveppurinn sykrur frá furunni. Bæði sveppurinn og furan græða því á þessu sambýli. Að auki er sveppurinn svo ágætur matsveppur svo við mannfólkið græðum á þessu líka. Nánar má lesa um sveppin á heimasíðu náttúrufræði stofnunar.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is