Fréttir
Aðalfundur 2012

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í húsi Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi, fimmtudaginn 24 mai kl 20:00

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf og viðburðir sumarsins kynntir.

Að fundi loknum verður skógarganga í Kjarnaskógi og boðið upp á rjúkandi ketilkaffi að skógarmannasið og því er gott að hafa útiskóna meðferðis.

Verið öll hjartanlega velkomin

Skógræktarfélag Eyfirðinga

 
Fyrirlestur um yndisskógrækt

Laugardaginn 21 apríl kl 10:00-12:00 verður haldinn fyrirlestur um yndisgróður í skógrækt í húsi Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi.  Fyrirlesari er Samson B Harðarson landslagsarkitekt og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og mun hann fjalla um ýmsar harðgerðar trjá og runnategundir sem nýst geta í skógarjaðra, skjólbelti og til að auka fjölbreytileika og upplifun í yndisskógrækt.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir(:

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn(:

 
Skíðafæri
Trimmbrautin troðin í byrjun janúar

groomer

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is