Fréttir
Opinn skógur á Laugalandi á Þelamörk
Vigdís Finnbogadóttir opnar Laugalandsskóg

Í tilefni af vígslu Laugalandsskógar sem ,,Opins skógar“ verður efnt til hátíðar- og skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 26. ágúst kl. 16. Laugalandsskógur er í Hörgárdal, í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er búið að leggja stíga og setja upp skilti og öll aðstaða til útivistar og náttúruskoðunar er til fyrirmyndar. Við bjóðum öllum að koma og eiga saman góða stund í skóginum.

Dagskrá:

- Ávörp flytja Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar og Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra.

- Helgi og Hljóðfæraleikararnir leika í skóginum

- Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, opnar skóginn formlega.

- Fulltrúar styrktaraðila Opins skógar, Arion-banka og Skeljungs, flytja ávörp.

- Boðið verður upp ketilkaffi að hætti skógarmanna og meðlæt
 
Skógarganga í Vaðlareit

Sunnudags morguninn 29. júlí kl 10:00 verður farið í skógargöngu um Vaðlareit.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu niður við sjóinn sunnan við leiruveg. Gengið verður norður á bóginn og endað í lerki reitnum fyir miðjum skógi og verður þar boðið upp á ketilkaffi. Með í för verður tónlistarfólk sem mun taka lagið á fallegustu stöðum skógarinns.

Allir velkomnir.

 
Jónsmessa í Kjarnaskógi

Laugardaginn 23. júní heldur Skógræktarfélag Eyfirðinga sína árlegu Jónsmnessuhátíð

Klukkan 20:00 verður opnuð myndlistarsýning við sólúrið og kl 20.30 verður farið í skógargöngu um Kjarnaskóg. Boðið verður upp á ketilkaffi og flautugerð.

Skákfélag Akureyrar mun nú í fyrsta skipti taka þátt í í hátíðinni og blása til skákmóts á grillsvæðinu í Steinagerði.

Allir áhugasamir eru kvattir til að mæta á þessa viðburði í skóginum.

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is