Fréttir
Pödduganga

Pödduganga verður haldin í Kjarnaskógi laugardaginn 13 júlí nk og mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur stýra henni.

Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl 13:30 og mun Bjarni leiða göngufólk inn í heim smádýra sem lifa í skógarbotninum og einhver þeirra verður hægt að skoða í víðsjá að göngu lokinni auk þess sem léttar veitingar verða á boðstólum á flötinni við Kjarnakot.

 
Aðalfundur 2013

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í húsnæði félagsins í Kjarnaskógi, laugardaginn 11 maí nk. og hefst hann kl 14:00.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og að fundi loknum mun Valgerður Jónsdóttir fjalla um fjölgun trjáa og runna með græðlingum.

Skógræktarfélag Eyfirðinga

 
Jólatré

Langar þig að fara út í skóg og höggva þitt eigið jólatré?

Skógræktarfélag Eyfirðinga selur jólatré á Laugalandi á Þelamörk

Opið verður helgarnar 8. og 9. desember og 15. og 16. desember klukkan 11 til 15

Á Laugalandi er gullfallegur stafafuruskógur þar sem fólk getur komið  og valið sér tré og fellt. Dregið að bílnum, dröslað inn í stofu, skreytt og dansað í kringum öll jólin.

Boðið verður uppá ketilkaffi, kakó og piparkökur.

Verð á tré er 6000 krónur óháð stærð svo ef þú ert að leita að tré í stærri kantinum er hægt að gera þarna mjög góð kaup.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is