Seinni helgin í jólatrjáasölunni

 

077A2904 1024x740

Nú er fram undan seinni helgin sem Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólki að koma í Laugalandsskóg á Þelamörk til að velja sér jólatré, njóta útivistar í skóginum og fá hressandi kaffi eða kakó og piparkökur í kaupbæti. Opið verður laugardag og sunnudag, 16. og 17. desember, kl. 11-15. Ekki borgar sig að koma seint því nú er svartasta skammdegið og birtu tekur að bregða um þrjúleytið.

Laugalandsskógur er ofan við Þelamerkurskóla en ekið er að skóginum nokkru norðar. Beygt er við afleggjarann að bænum Grjótgarði og ekið samsíða þjóðveginum til suðurs að skógarhliðinu.

Í Laugalandsskógi er aðallega að finna stafafuru sem er ilmandi og fallegt jólatré sem heldur barrinu vel og endist öll jólin. Félagsmenn í Skógræktarfélagi Eyfirðiinga fá afslátt og því er um að gera að ganga í félagið og styrkja þannig áframhaldandi gott starf félagsins við uppbyggingu og viðhald í Kjarnaskógi, Laugalandsskógi, Hánefsstaðareit í Svarfaðardal, Leyningshólum, Vaðlareit og fleiri skógum sem félagið sér um. Nýir félagar geta sent skeyti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og óskað eftir skráningu í félagið. Velkomin í skóginn!

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is