Fréttir


Fræðslufundur um birkikynbætur

Fimmtudaginn 27.mars stendur Skógræktarfélagið ásamt Garðyrkjufélagi Eyjafjarðar, fyrir fræðslufundi um rannsóknir og kynbætur á íslensku birki.  

Fyrirlesari er Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur, sem um árabil hefur stúderað íslenska birkið ,ma. með það að markmiði að hægt sé að framleiða úrvalseinstaklinga, td beinvaxið hvítstofna birki og hugsanlega hyllir undir birkiyrki sem hefur rauð blöðog ljósan börk sem getur verið skemmtilegt krydd í tilveru okkar sem fáumst við trjárækt.

Fundurinn verður haldinn í Gömlu gróðrarstöðinni við Krókeyri og hefst kl 20:00.  Aðgangur er ókeypisog allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 
Fyrirlestur um rannsóknir og kynbætur á íslensku birki

Þriðjudagur 18. mars

Því miður er útlit fyrir að fyrirlestri um birkikynbætur sem vera átti í Gömlu Gróðrarstöðinni fimmtudagskvöldið 20. mars verði frestað um viku þar sem veðurútlit er ekki hagstætt.  

 
Velkomin í skóginn !

Velkomin í skóginn !

 alt

Gaman er að fara með fjöldkyldunni út í skóg á aðventunni, velja sér jólatré, saga það niður og þiggja á eftir ketilkaffi eða kakó og jafnvel piparkökur með.  Þetta er orðinn rótgróinn siður hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og eins og undanfarin ár taka meðlimir í stjórn félagsins á móti fólki í skógræktinni á Laugalandi á Þelamörk tvær síðustu helgarnar fyrir jól.Ketilkaffið, sem líka er kallað skógarkaffi, er hitað yfir eldi að skógarmannasið og notalegt er að hlýja sér við snarkandi eld með rjúkandi kaffi eða kakó eftir gönguna um skóginn.  Stundum er fjölskyldan fljót að finna sér tré en oft kemur líka fyrir að skógargangan verður drjúg og vangaveltur miklar, jafnvel dálítil átök áður en draumatréð fellur.  Hvað sem því líður verður þetta alltaf skemmtileg tilbreyting á aðventunni og æ fleirum finnst hún ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.  Tréð kostar kr. 7000 óháð stærð og þetta árið verður skógarfólk á Þelamörk dagana 14.-15. 0g 21.-22. desember frá kl 11-15.  Velkomin í skóginn !

 
Pödduganga

Pödduganga verður haldin í Kjarnaskógi laugardaginn 13 júlí nk og mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur stýra henni.

Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl 13:30 og mun Bjarni leiða göngufólk inn í heim smádýra sem lifa í skógarbotninum og einhver þeirra verður hægt að skoða í víðsjá að göngu lokinni auk þess sem léttar veitingar verða á boðstólum á flötinni við Kjarnakot.

 
Aðalfundur 2013

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í húsnæði félagsins í Kjarnaskógi, laugardaginn 11 maí nk. og hefst hann kl 14:00.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og að fundi loknum mun Valgerður Jónsdóttir fjalla um fjölgun trjáa og runna með græðlingum.

Skógræktarfélag Eyfirðinga

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is