Fréttir


Hundasleðakeppni

20.01.2011

Eftir langan kafla þar sem skíðafæri var afbragðsgott er nú smá uppihald og skíðabrautin í klakaböndum, en það stendur þó vonandi til bóta.  Á morgun laugardag hefst sleðahundakeppni á túnunum við Hamra.  Fer hún að nokkru leyti fram á skíðabrautinni þannig að búast má við umferð ferfætlinga fram yfir hádegi og hvetjum við fólk til að sýna tillitssemi í hvívetna, bæði þáttakendur, áhorfendur og aðra sem eiga leið um skóginnSmile

 
Gleðileg jól!

Skógræktarfélag Eyfirðinga óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

 

 
Skíðafæri
Þorláksmessa kl 11:15, nýtroðnar skíðabrautir á trimmbrraut, þverbraut, skógarleið og naustaleið.  Vægt frost og logn(:
 
Jólatré á Laugalandi

Síðustu helgar hefur Skógræktarfélagið verið að selja jólatré á Laugalandi á Þelamörk. Margir hafa lagt leið sína í skóginn og hoggið sér tré. Þessi tré eiga vafalaust eftir að skreita margar stofur í Eyjafirðinum nú um jólin.

Hér má sjá glaða skógargesti með fallega stafafuru

 
Skíðafæri

Föstudagur 16 des kl 16:00

Nýbúið að troða skíðabrautir, trimmbraut, þverbraut skógarleið og naustaleið.  Gott veður og fínt færi!

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is