Fræðslufundur um birkikynbætur

Fimmtudaginn 27.mars stendur Skógræktarfélagið ásamt Garðyrkjufélagi Eyjafjarðar, fyrir fræðslufundi um rannsóknir og kynbætur á íslensku birki.  

Fyrirlesari er Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur, sem um árabil hefur stúderað íslenska birkið ,ma. með það að markmiði að hægt sé að framleiða úrvalseinstaklinga, td beinvaxið hvítstofna birki og hugsanlega hyllir undir birkiyrki sem hefur rauð blöðog ljósan börk sem getur verið skemmtilegt krydd í tilveru okkar sem fáumst við trjárækt.

Fundurinn verður haldinn í Gömlu gróðrarstöðinni við Krókeyri og hefst kl 20:00.  Aðgangur er ókeypisog allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is