Velkomin í skóginn !

Velkomin í skóginn !

 alt

Gaman er að fara með fjöldkyldunni út í skóg á aðventunni, velja sér jólatré, saga það niður og þiggja á eftir ketilkaffi eða kakó og jafnvel piparkökur með.  Þetta er orðinn rótgróinn siður hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og eins og undanfarin ár taka meðlimir í stjórn félagsins á móti fólki í skógræktinni á Laugalandi á Þelamörk tvær síðustu helgarnar fyrir jól.Ketilkaffið, sem líka er kallað skógarkaffi, er hitað yfir eldi að skógarmannasið og notalegt er að hlýja sér við snarkandi eld með rjúkandi kaffi eða kakó eftir gönguna um skóginn.  Stundum er fjölskyldan fljót að finna sér tré en oft kemur líka fyrir að skógargangan verður drjúg og vangaveltur miklar, jafnvel dálítil átök áður en draumatréð fellur.  Hvað sem því líður verður þetta alltaf skemmtileg tilbreyting á aðventunni og æ fleirum finnst hún ómissandi hluti af jólaundirbúningnum.  Tréð kostar kr. 7000 óháð stærð og þetta árið verður skógarfólk á Þelamörk dagana 14.-15. 0g 21.-22. desember frá kl 11-15.  Velkomin í skóginn !

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is