Pödduganga

Pödduganga verður haldin í Kjarnaskógi laugardaginn 13 júlí nk og mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur stýra henni.

Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl 13:30 og mun Bjarni leiða göngufólk inn í heim smádýra sem lifa í skógarbotninum og einhver þeirra verður hægt að skoða í víðsjá að göngu lokinni auk þess sem léttar veitingar verða á boðstólum á flötinni við Kjarnakot.

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is