Viltu gerast félagi í Skógræktarfélagi Eyfirðinga?

Skógræktarfélag Eyfirðinga er félag áhugamanna um skógrækt. Félagar í Skógræktarfélagi Eyfirðinga eru nú um 400 talsins. Árgjaldið er nú 2.500 kr.

Með því að gerast félagi í Skógræktarfélagi Eyfirðinga átt þú möguleika á að starfa með fólki sem hefur áhuga á skógrækt og vill hafa áhrif á framgang skógræktarmála í Eyjafirði. Auk þess fylgja ýmis hlunnindi aðild að félaginu.

  • Félagsmönnum gefst kostur á að leigja við vægu verði landspildu til skógræktar að Hálsi og Saurbæ.
  • Þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga er aðili að Skógræktarfélagi Íslands fá félagsmenn afsláttarkort sem gildir í fjölmörgum gróðrarstöðvum og öðrum vel völdum fyrirtækjum (5-15%), t.d. í Sólskógum í Kjarnaskógi.
  • Auk þess fá félagsmenn sent fréttabréf Skógræktarfélags Íslands, Laufblaðið,  sem kemur út rafrænt nokkrum sinnum á ári.

Ef þú vilt gerast félagi í Skógræktarfélagi Eyfirðinga sendu okkur þá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Með upplýsingum um:

  • nafn
  • kennitölu
  • heimilisfang
  • síma
  • netfang

 

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is