Háls og Saurbær í Eyjafjarðarsveit

 


 

Landeigandi: Ríkissjóður
Umsjón: Skógræktarfélag Eyfirðinga
Stærð: 145 ha
Friðað: 1993-1998

Háls

Í árslok 1993 fékk Skógræktarfélagið jörðina Háls í Eyjafirði á leigu af ríkissjóði, en jörðin var þá nýlega lögst í eyði.
Tilgangur félagsins var að gefa skógræktarfólki kost á landi til skógræktar og strax var hafist handa við friðun landsins og skipulagningu þess.

Í fyrsta áfanga voru skipulagðar 37 spildur að stærð frá 1 upp í 3 ha og hafði þeim nánast öllum verið úthlutað til leigjenda 1996. Tveimur árum síðar var girðingin færð verulega út og nú stunda um 50 aðilar, einstaklingar, fyrirtæki, félög og stofnanir skógrækt á Hálsi.

Gerðir eru framlengjanlegir leigusamningar um hverja spildu til 40 ára. Leigu er mjög stillt í hóf en reiknað með að landið sé klætt skógi á leigutímanum. Skemmst er frá því að segja að þetta framtak hefur mælst afar vel fyrir eins og þátttakan sýnir og tekist einstaklega vel til í framkvæmd.

Hálsverjar hafa gróðursett tugi þúsunda trjáa og landið er óðum að taka á sig svip ungskógar. Nær allar spildur á Hálsi hafa verið leigðar út.

Saurbær

Fyrir nokkru var gengið frá samningum um leigu á óræktuðu landi jarðarinnar Saurbæjar, sem liggur að Hálsi. Þar bætast við um 150 ha lands til skógræktar og er þegar farið að leigja hluta þess lands til áhugafólks um skógrækt.

Enn eru lausar spildur til skógræktar í Saurbæ. Áhugafólk sem hefur hug á að stunda skógrækt er eindregið hvatt til að hafa samband við Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is