Bjarkarreitur


Í landi Bjarkar í Eyjafjarðarsveit er lítill skógarreitur, 1,8 ha. Þar hófst ræktun 1967 á vegum Skógræktarfélags Öngulstaðahrepps.

Hvítgreni, birki og lerki eru mest áberandi. Árið 1997 var plantað í síðustu eyðurnar á svæðinu.

Reiturinn hefur ekki verið opnaður sem útivistarsvæði en öllum er þó frjálst að fara þar um eins og um aðra reiti félagsins.

 

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is