Garðsárreitur í Eyjafjarðarsveit

Landeigandi: Eigandi jarðarinnar Garðsár
Umsjón: Skógræktarfélag Eyfirðinga
Stærð: 7 ha
Friðað: 1931 og stækkað nokkrum sinnum síðan
Hæsta tré 2000: Alaskaösp, gróðursett um 1950, um 14 m

Myndir

Kort

Fyrsta skógræktarverkefni Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem þá hét raunar enn Skógræktarfélag Íslands, var friðun birkileifa í Garðsárgili í mynni Garðsárdals þar sem Þverá rennur á kafla í hrikalegu gljúfri.
Með þessari aðgerð hófst nýr kafli í sögu skógræktar við Eyjafjörð.

Upphaflega var ekki fyrirhuguð þarna önnur skógrækt en sjálfgræðsla birkis og árangur friðunarinnar lét ekki á sér standa.
á árunum 1952-1971 voru þó gróðursettar 15.000 plöntur í Garðsárreit af ýmsum tegundum og hefur margt dafnað þar prýðilega. M.a. er í reitnum afar fallegur sitkagreniteigur.

Reiturinn er eins og aðrir skógar á vegum félagsis öllum opinn og um hann liggja stígar. Heimsókn í Garðsárreit er fyrirhafnarinnar virði því ægifagurt er við skógi klætt gilið og mörg glæsileg tré er þar að finna.

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is