Laugaland á Þelamörk

Landeigandi: Legatsjóður Jóns Sigurðssonar
Umsjón: Skógræktarfélag Eyfirðinga
Stærð: 100 ha
Friðað: 1980-81
Hæsta tré 2000: Lerki, gróðursett 1982, um 4 m

Myndir

Kort


Árið 1980, á 50 ára afmæli Skógræktarfélagsins, var gerður samningur við sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu um afnot félagsins af landi til skógræktar. Félagið hafði þá um nokkurt skeið leitað að landi til skógræktar en gengið erfiðlega.

Á árunum 1980-2000 fóru stúdentsefni frá MA í gróðursetningarferðir að Laugalandi að loknu síðasta prófi og lætur nærri að í þessum ferðum hafi verið gróðursettar 60.000 plöntur.

Skilyrði til skógræktar eru góð á Laugalandi eins og annars staðar á Þelamörk. Lerki hefur dafnað þar vel og sömu sögu er að segja um stafafuru sem mikið hefur verið gróðursett af á Laugalandi.

Laugaland er rómað berja- og sveppaland og fjöldi fólks fer þangað á hverju hausti til að tína ber og safna sveppum.

Undanfarin ár hefur fólki staðið til boða að höggva sitt eigið jólatré í skóginum gegn vægu gjaldi nokkrar helgar í desember.

 

 
Skógræktarfélag Eyfirðinga| Heimili: Kjarni, Kjarnaskógi| Póstfang: 600 Akureyri | Sími: 462 4047 | Netfang: ingi (hjá) kjarnaskogur.is