Skip to main content
Daily Archives

19. desember, 2019

Samningur um Rótarskot undirritaður

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg undirrituðu í dag samning til 2023 um Rótarskot, en það er óhefðbundið „umhverfisskot“ til að fagna nýju ári. Boðið var upp á Rótarskot í fyrsta sinn í fyrra, en það er leið til að styrkja við hið öfluga og mikilvæga sjálfboðastarf björgunarsveitanna, fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda. Hvert Rótarskot gefur af sér tré, sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaganna.

Allur ágóðinn af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna og eru sölustaðir hjá björgunarsveitum um allt land.

Frá undirritun samningsins. Frá vinstri Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, Hildur Bjarnadóttir, verkefnastjóri Landsbjargar, og Jónatan Garðarsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.