Skip to main content
Daily Archives

18. júní, 2019

Líf í lundi – June 22 2019

Með News

Líf í lundi (Life in the grove) is the heading for an outdoor recreation- and family day on June 22 in forests all over the country. This will be the second year this day is celebrated and its goal is to get the general public outside and enjoying the forests and all they have to offer.

The day is a collaboration of the key players in Icelandic forestry – forestry associations, the Iceland Forest Service and forest owners – in collaboration with other organisations.

More information on events on the day will be on the Skógargátt website (www.skogargatt.is) and the Líf í lundi Facebook-page  – https://www.facebook.com/lifilundi/

Líf í lundi 22. júní 2019

Með Fréttir

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að og verður hann haldinn í annað sinn í ár. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins.

Boðið verður upp á fjölmarga viðburði í skógum landsins um land allt á laugardeginum 22. júní. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið.

Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni (www.skogargatt.is) og á Facebook-síðu Líf í lundi – https://www.facebook.com/lifilundi/, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum miðlum.

Fylgist með og takið þátt!

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn mánudaginn 18. mars 2019 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar 2018
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
5. Stjórnarkjör:
• Kosning formanns
• Kosning þriggja aðalmanna
• Kosning þriggja varamanna
• Kosning skoðunarmanns reikninga
• Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
• Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins

Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson munu halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.

Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar