Skip to main content
Daily Archives

28. ágúst, 2019

The General Meeting of the Icelandic Forestry Association starts on Friday

Með News

The 2019 General Meeting of the Icelandic Forestry Association starts on Friday, August 30th and runs through Sunday. This year the meeting is held in Kópavogur and hosted by the Kópavogur Forestry Association, which celebrates it’s 50th anniversary this year.

The meeting starts on Friday morning. In addition to regular meeting activities the meeting will include lectures and field trips.

Further information on the meeting is on the Icelandic Forestry Associations website (here) and news from the meeting will be posted on the Icelandic Forestry Association’s Facebook– and Instagram pages.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hefst á föstudaginn

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2019 hefst á föstudaginn 30. ágúst og stendur fram á sunnudag. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Kópavogi og er Skógræktarfélag Kópavogs gestgjafi fundarins, en það fagnar 50 ára afmæli í ár.

Að venju hefst fundurinn kl. 9:30 á föstudeginum með afhendingu fundargagna. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir, þar sem skógarreitir og gróðurlendur í Kópavogi verða skoðuð.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook– og Instagram-síðum félagsins.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, flytja erindi sem hún nefnir „Kolefnisbinding í trjám og gróðri“.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.

Garðyrkjuverðlaun 2019

Með Fréttir

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.

Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Eggertsson, verkefnisstjóri, Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar og  Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem við viljum heiðra hverju sinni. Óskað er eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið skipta í þessa þrjá flokka.  Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

1)           Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.

2)           Verknámsstaður ársins =>  Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2018, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.

3)            Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem  eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 10. apríl 2019 á netfangið  bjorgvin@lbhi.is.