Skip to main content
Daily Archives

17. október, 2019

Skógræktarnámskeið

Með Fréttir

Vilt þú leggja hönd á plóg við að rækta skóg, hefurðu áhuga á skógrækt eða ertu ef til vill nú þegar skógræktandi? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, norska sendiráðið og Oslóarborg bjóða upp á ókeypis námskeið sem haldið verður í Heiðmörk laugardaginn 19. október frá kl. 11:00 til ca. 15:30.

Esben Kirk Hansen frá Oslóarborg og Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni segja frá mikilvægustu þáttum sem huga þarf að við ræktun og plöntun trjáa. Sendiráðið býður upp á kaffi og léttan hádegisverð.

Dæmi um spurningar sem Esben og Aðalsteinn geta svarað eru:
– Hvernig er hægt að nota skóginn? Nýtist hann á annan hátt en til að binda koltvísýring og veita skjól?
– Að hverju þarf að huga áður en plöntun hefst – Hvar er best að planta og hvaða trjátegundir og berjarunnar eru best fyrir íslenskar aðstæður?
– Þarf að grisja? Hvenær og hvernig er best að gera það?
– Hvaða verkfæri og útbúnað þarf ég að hafa?

Námskeiðið er opið öllum – vinsamlegast skráið ykkur:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfqpxxSUKQy9sMFFL-v_2KhNSfgn1cZASJEw_U-gydU5vqIlg/viewform

Það verður farið í göngutúr um skóginn svo klæðið ykkur eftir veðri.

Staður: https://ja.is/?q=%C3%BEingnesvegi
(Smiðja: Starfsstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur á Heimási er staðsett við Þingnesveg rétt austan við Elliðavatnsbæinn).

Landbúnaðarháskóli Íslands – meistaravörn: Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi

Með Fréttir

Joel C. Owona ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi (Changes in carbon-stock and soil properties following afforestation in SW Iceland).

Athöfnin fer fram á ensku mánudaginn 23. september 2019 í salnum Geitaskarði á 2. hæð Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir!

Markmið rannsókna Joel var að meta áhrif nýskógræktar í Heiðmörk og við Þingvallavatn á ýmsar mældar vistkerfisbreytur og kanna hvort aldur skóga og skógargerð skiptu þar máli.

Meistaranámsnefndin er skipuð af próf. Bjarna Diðrik Sigurðssyni og Berglindi Orradóttur MSc sem bæði starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson sem er rannsóknastjóri Landgræðslunnar. Verkefnið var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.

 

Fulltrúafundur 2019

Með Fulltrúafundir

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 10-16 og verður hann haldinn í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal.

Meginþemu fundarins eru Landgræðsluskógar og Græni stígurinn, en auk þess er gert ráð fyrir almennum umræðum þar sem félögin geta rætt það sem brennur á þeim.

Dagskrá fundar:

10:00-10:05  Setning
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
10:05-10:30 Nýr samningur um Landgræðsluskóga
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands
10:30-10:55 Dótakassinn – tól og tæki í skógræktarstarfinu
Einar Gunnarsson, Skógræktarfélagi Íslands
10:55-11:20 Kortlagning með GSM-síma og opnum hugbúnaði
Bjarki Þór Kjartansson, Skógræktinni
11:20-11:30 Skógargáttin
Jón Ásgeir Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands
11:30-11:55 Landgræðsluskógar frá sjónarhóli þátttakenda
Else Möller, Skógræktarfélaginu Landbót
11:55-13:15 Hádegishressing
13:15-13:30 Loftslagsskógar í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
13:30-13:50 Græni stígurinn
Þráinn Hauksson, Landslagi
13:50-16:00 Almennar umræður – hvað brennur á skógræktarfélögunum?
Samantekt og niðurstöður.
16:00- Léttar veitingar

Fundarstaður – Félagsheimili Orkuveitunnar (Rafveituheimilið)

A new agreement on the Land Reclamation Forest project signed

Með News

A new agreement on the Land Reclamation Forest project was signed on Monday, February 11. The agreement ensures the governments continued support for the project, whose aim is to re-establish forest and vegetation cover on sparsely vegetated land, in order to reclaim ecosystems, increase biological diversity and provide recreation opportunities for the general population.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, the Minister for the Environment and Natural Resources and Jónatan Garðarsson, Chairman of the Icelandic Forestry Association, signed the agreement, along with Árni Bragason, the director of the Soil Conservation Service of Iceland and Aðalsteinn Sigurgeirsson, on behalf of the Iceland Forest Service, but the Soil Conservation Service and Forest Service will provide technical supervision of the project.

The Land Reclamation Forests project was launched in 1990, to mark the 60th anniversary of the Icelandic Forestry Association, as a collaboration of the forestry associations in Iceland, the Iceland Forest Service, the Soil Conservation Service and the Ministry of Agriculture.

The new agreement is in effect for the next five years and stipulates an annual contribution of 45-55 million ISK per year, or a total of 260 million ISK over the five years.

From left: Jónatan Garðarsson, Chairman of the Icelandic Forestry Association, Aðalsteinn Sigurgeirsson, of the Iceland Forest Service, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Minister for the Environment and Natural Resources and Árni Bragason, director of the Soil Conservation Service of Iceland, at the signing (Photo: BJ).

Hvaða tré er þetta? – Vetrargreining trjágróðurs

Með Fréttir, Viðburðir

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verður boðið upp á fræðslu um vetrargreiningu trjáa og runna, en tré og runnar eru í vetrarbúningi stóran hluta ársins á Íslandi.

Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sér um fræðsluna sem hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 18.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.