Skip to main content
Daily Archives

12. nóvember, 2019

Myndakvöld Skógræktarfélags Garðabæjar

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndakvölds í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 20.

Erla Bil Bjarnardóttir og Ragnhildur Freysteinsdóttir frá félaginu munu flytja ferðasögu í máli og myndum frá skógræktar- og menningarferð skógræktarfélaga um ítölsku Alpana í Suður-Tíról í haust.

Allir eru velkomnir!

Kaffiveitingar í boða Skógræktarfélags Garðabæjar

 

The Tree of the Year 2019

Með News

The Icelandic Forestry Association, in collaboration with Lambhagi, will nominate a Norway spruce (Picea abies) at Elliðaárhólmi as the Tree of the Year 2019. A nomination ceremony will be held on Monday, October 14 at 13:30.

Dagur B. Eggertsson, mayor of Reykjavík and Jónatan Garðarsson, the chairman of the Icelandic Forestry Association will give an address, as well as a representative of the sponsor. Lára Rúnarsdóttir will perform music, a certificate will be presented to the city of Reykjavík, a sign marking the tree unveiled and the tree measured. Reykjavík Energy will offer coffee and kleinur for guests.

This is the first time that a Norway spruce has been nominated as the Tree of the Year.

 

Gróðursetning Rótarskota

Með Fréttir

Á fimmudaginn 13. júní kl. 18-21 munu félagar úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og frá Skógræktarfélagi Íslands koma saman og gróðursetja 15.000 Rótarskots birkitré í Áramótaskóg Slysavarnarfélagsins á Hafnarsandi.

Fyrir síðustu áramót buðu björgunarsveitirnar upp á sölu Rótarskots – gróðursetningu eins trés – fyrir þá sem ekki vildu kaupa flugelda, en sú hugmynd kom upprunalega frá Rakel Kristinsdóttur. Nánast allir pakkar sem í boði voru seldust upp og verða plönturnar nú settar niður. Svæðið sem gróðursett verður í er á Hafnarsandi, nærri gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar, en á næstu árum verður ráðist í mikla gróðursetningu á sandinum og er Áramótaskógurinn eitt þeirra verkefna sem hefur fengið úthlutað spildu.