Skip to main content
Daily Archives

7. ágúst, 2019

Sérkjör fyrir félaga í skógræktarfélögum hjá Orkunni

Með Fréttir

Félagsmönnum skógræktarfélaga hafa nú um margra ára skeið boðist sérkjör hjá Orkunni, þar sem félagsmenn fá afslátt af eldsneyti og ýmissi vöru, auk þess sem ein króna af hverjum keyptum lítra rennur til Skógræktarfélags Íslands.

Nú hefur Orkan hækkað afslátt til félagsmanna og er hann nú 10 kr. á lítrann. Nánar má kynna sér sérkjörin á www.orkan.is/skograekt.

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar 2018
  3. Reikningar félagsins 2018
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
  5. Stjórnarkjör
  • Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
  • Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar mun halda erindi þar sem hann mun fjalla almennt um Kolvið og framtíðarsýn.