Skip to main content
Daily Archives

1. desember, 2019

Íslensk jólatré – græn og væn!

Með Fréttir

Það er föst jólahefð hjá mörgum fjölskyldum að sækja sér jólatré í skóginn á aðventunni og er hægt að sækja sér tré í flestum landshlutum, hjá skógræktarfélögum, Skógræktinni og skógarbændum. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á skógargöngunni eru svo ýmsir aðilar sem selja íslensk tré.

Íslensk jólatré eru ilmandi fersk, vistvæn í ræktun og með því að kaupa íslenskt jólatré styður þú við skógræktarstarf í landinu, því fyrir hvert selt jólatré er hægt að gróðursetja tugi trjáa. Það þarf því ekki að hafa samviskubit yfir því að fella tréð!

Skógræktarfélög víða um land eru með jólatré til sölu nú í ár – nánari upplýsingar um það má finna á jólatrjáavefnum hér á síðunni.

Upplýsingar um sölu hjá Skógræktinni og skógarbændum má svo finna á heimasíðu Skógræktarinnar.

Fagráðstefna skógræktar 2019 – „Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál“

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands. Nánar

Happy New Year!

Með News

The Icelandic Forestry Association wishes everyone a Happy New Year!

Special thanks to all the forestry associations in Iceland – and all our other friends, partners and supporters – for their cooperation this past year.