English website
Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélag Akraness 2015
Mánudagur, 18. maí 2015 00:00

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 18. maí kl. 20:00 í Fjölbrautarskóla Vesturlands (gengið inn Vallholtsmegin).

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf (skýrsla stjórnar, reikningar, kosning stjórnar)
  • Sumarstarfið, gróðursetning o.fl.
  • Jólatrjáasalan
 
Fuglavernd: Glókollaferð á Degi íslenskrar náttúru
Þriðjudagur, 16. september 2014 00:00

Þriðjudaginn 16. september verður Fuglavernd með fuglaskoðun í kirkjugarðinum í Fossvogi  í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Skoðaðir verða glókollar og jafnvel barrfinkur og krossnefir. Þó þetta séu ekki einkennisfuglar íslenskar fuglafánu þá hefur glókollurinn numið hér land, er staðfugl og spjarar sig ágætlega þrátt fyrir að vera minnsti fugl Evrópu, krossnefir hafa verpt hér síðan 2008 og barrfinkan er árlegur flækingur og líklegur landnemi.  

Mæting kl. 17:30 á bílastæðinu við Fossvogskirkju en gangan tekur um klukkutíma. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru leiðir gönguna. 

fuglavernd-glokollar

(Mynd: Eyþór Ingi Jónsson)


 
Bókarkaffi: Heilbrigði trjágróðurs
Miðvikudagur, 04. júní 2014 00:00

Guðmundur Halldórsson og Halldór Sverrisson munu kynna nýútkomna bók sína Heilbrigði trjágróðurs miðvikudaginn 4. júní frá kl. 17:00-19:00. Kynningin verður haldin í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin). Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Heilbrigði trjágróðurs er aðgengileg og gagnleg handbók, ætluð þeim sem rækta tré sér til ánægju og nytja og öðrum sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Hún bætir úr brýnni þörf því ýmsir nýir trjáskaðvaldar hafa borist til landsins á síðustu árum.

Í bókinni er öllum helstu sjúkdómum og meindýrum sem herja á trjágróður á Íslandi og skaðvöldunum lýst í máli og myndum. Auk þess er fjallað um skemmdir af völdum veðurs og ýmissa annarra umhverfisþátta.

Almennt verð: kr. 3.490,-
Kynningar verð: kr. 2.650,-


bok-heilbrigdi

 
Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Þriðjudagur, 13. maí 2014 00:00

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 13. maí kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn í Listasalnum við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna.

Á fundinum mun Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt og lektor við Umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands halda erindi um Yndisgróður, garðagróður framtíðarinnar.

Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, og Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, fræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.

Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir og verður heitt kaffi á könnunni.

 
Mold og matur!
Miðvikudagur, 06. maí 2015 00:00

Örfyrirlestraröð í tilefni alþjóðlegs árs jarðvegs. 

moldmatur

 
Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Laugardagur, 13. september 2014 00:00

Hinn árlegi sjálfboðaliður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 13. september kl. 10:00 – 12:00. Hist verður í Vatnshlíðinni norður af Hvaleyrarvatni. Þar er vegslóði ofan við Hvaleyravatnsveginn. Gróðursettur verður trjágróður til minningar um Hjálmar R. Bárðarson og Else Bárðarson.

Að gróðursetningu lokinni mun félagið bjóða upp á hressingu í bækistöðvum sínum við Kaldárselsveg (Þöll). Öll hjálp er vel þegin. Komið og takið þátt í góðra vina hópi.

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

 
Fræðslufundur: Birkikynbætur
Mánudagur, 12. maí 2014 00:00

Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Garðyrkjufélag Íslands standa sameiginlega fyrir fræðslufundi í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi (Sæunnargötu 2a) mánudagskvöldið 12. maí kl. 20:00 um birkikynbætur.

Góður árangur af ræktun yrkisins 'Emblu‘ hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki 'Kofoed‘ er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli.

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur mun flytja erindi um kynbætur á íslenska birkinu. Kynbótastarfið beinist að verulegu leiti að því að skapa yrki af íslenskri ilmbjörk með háu hlutfalli af kröftugum beinstofna og hvítstofna trjám sem klæða sig vel.

Auk áframhaldandi þróunar Emblu-yrkisins er unnið að kynbótum þar sem norrænt birki er notað til að fá breytt og bætt vaxtarlag og er nýtt yrki, 'Kofoed‘, árangur þess. Það er nefnt eftir fyrsta skógræktarstjóra Íslands Agner Fransico Kofoed-Hansen sem var frumkvöðull í verndun og nýtingu íslenska birkisins.

Stutt er í að ræktendum bjóðist yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré.

Líka verður gerð grein fyrir mjög áhugaverðum möguleikum sem felast í tilraunum og ræktun nýrra birkitegunda sem eiga uppruna sinn í Asíu.

Kaffigjald er krónur 500.

Allir velkomnir.

Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.

Efnið er spennandi fyrir garðyrkju- og skógræktarfólk og ekki síður sumarbústaðeigendur.

 
Sumardagurinn fyrsti hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum
Fimmtudagur, 24. apríl 2014 00:00

Opið hús verður sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi kl. 10:00-17:30. Hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.

Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu, verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi og á útisvæði verður námskeið í torf- og grjóthleðslu.

Nýlega kom í hús önnur uppskera af kaffi úr bananahúsi skólans. Hægt verður að kaupa sér bolla af kaffi og smakka hvernig til hefur tekist, en hver bolli er sérmerktur og fylgir með í kaupunum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands - www.lbhi.is.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>